Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 260
260
Um þetta tvennt hefir orðið ágreiningur meðal fræði-
mannanna, hvort upphaflegra myndi i Matt. eða I.úk. Ýmsir
frægustu vísindamenn í guðfræði liafa um það ritað þrjá
síðustu aldarfjórðunga, svo sem sem: H. J. Holtzmann (Die
synoptische Evangelien 1863), Weizsácker (Untersuchungen
iiber die evangelische Geschichte 1864), Wendt (Lehre Jesu),
P. Ewald (Hauptprohlem der Evangelienfrage), Wernle
(Synoptische Frage), Hawkins (Horæ Synopticæ), Jiilicher
(Einieitung), Feine, v. Soden, Wellhausen, Harnack, Joh.
Weisz og Streeter. Og enn er haldið áfram rannsóknum á
þessu máli og rökræðum.
Á síðustu árum virðast þó skoðanir vísindamannanna
lmeigjast meir og meir í þá átt, að höf. Matt. liafi breytt röð-
inni í R mjög mikið miðað við Lúk. Orð Holtzmanns hafa
staðizt alla gagnrýni og eru enn í fullu gildi:
„Hvort er í sjálfu sér sennilegra, að Lúkas hafi molað
byggingarnar og þeytt steinunum í allar áttir, eða að Matt-
eus hafi reist þessa múra úr steinahrúgum Lúkasar? Menn
geta því gengið út frá þeirri staðreynd, að allur fjöldinn af
hrotum þeim og ræðuköflum, sem Matteus setti saman í
slórar lieildir, liafi legið fvrir Lúkasi án fastrar skipunar
eða náins sambands innbyrðis og minnt meir á bvggingar-
efni en byggingu. . . . Steinarnir, sem Lúkas hefir aðeins
losað úr jörðu, eru felldir inn i byggingu hjá Matteusi“.
Framan af er röðin raunar lík hjá báðum,1) eins og Har-
nack liefir greinilega sýnt fram á,2) og má telja víst, að þar
komi í ljós að meira og minna leyti upphafleg efnisskipun
Rj og Rl>. En þegar líður á guðspjöllin, verður röðin næsta
ólík og er auðséð, að höf. Matt. fellir efni R miklu fastar
saman í eina heild og að öðru efni guðspjallsins. Þetta er í
nánu samhandi við alla efnismeðferð guðspjallamannanna,
svo sem áður hefir verið lýst.3) Höf. Matt. vill láta allt guðspjall
sitt mynda fast mótaða heild. Hann er snillingur að skipa
niður, svo að hvergi slceiki frá því formi, er hann vill vera
láta, og reisir þannig fagran og traustan helgidóm. IJann
liefir R að byggingarefni. Þörf hans á því ræður niður-
skipuninni, en ekki upphaflegt samliengi í heimildunum
sjálfum. Hann kemur ýmsum köflum að þannig, að efnis-
sambandið varpar yfir þá öðru ljósi en yfir þeim hefir verið
1) Sbr. bls. 13; 62 nn.
2) Spriiche und Reden Jesu, bls. 121 nn.
3) Sbr. t. d. bls. 43—44; 208.