Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 125
125
áherzla á þær lögð. Þær voru sagðar fyrst og fremst af því,
að þær lýstu líknarmætti og kærleiksstarfi Jesú, „hversu
hann gekk um kring, gjörði gott og græddi alla, sem af djöfl-
inum voru undirokaðir, því að Guð var með honum“ (Post.
10, 38). Þær brugðu ljósi yfir þann þáttinn i guðsríkisstarfi
lians, er hann flutti þeim lausn, sem sjúkir voru og' þjáðir.
Eu einnig áttu þær að vera þeim til fyrirmyndar og leið-
beiningar, sem ynnu miskunnarverk og læknuðu i nafni hans.
Dómar vísindamanna í guðfræði um mótun og þróun
kraftaverkasagnanna hafa verið mjög misjafnir og eru enn.
Miðast þeir einkum við þrent, 1) hvaða ályktanir guðfræð-
ingarnir draga af samanburðinum við ldiðstæðar bókmenntir,
2) hvern þeir telja tilganginn með kraftaverkasögunum i upp-
hafi og' 3) livaða skoðanir þeir hafa á kraftaverkum yfirleitt.
Grískar og gyðinglegar kraftaverkasögur eru í mörgum
greinum svipaðar kraftaverkasögunum um Jesú. Þar er oft
sagt frá því í upphafi, hve veikindi sjúklings hafi verið lang-
vinn og þung og hættuleg, margra ráða hafi verið leitað við
þeim, en öll komið fyrir eklci, og þvi eru áhorfendur van-
trúaðir eða efablandnir áður en lækningaundrið verður.
Lækningu er einnig iðulega lýst með áþekkum liætti og í guð-
spjöllunum. Læknirinn stendur vfir veika mannimun, snertir
hann eða tekur í höud honum, ríður á hann munnvatni sínu,
mælir til Iians máttarorðum. Sá sem rekur út óhreina anda
talar við þá, og andarnir hiðjast vægðar eða skírskota til
réttinda sinna. Að lokum er lögð álierzla á það að sýna, að
sjúklingurinn hafi fengið fullan hata og áhrifunum lýst á
mennina, sem sáu. Stundum er líkiugin i milli svo mikil, að
vekur furðu. Af þessum skyldleika dregur t. d. Bultmann1)
ályktanir sínar. Hann telur hliðstæðu bókmenntirnar sýna,
úr hvaða jarðvegi kraftaverkasögurnar séu sprottnar og i
hverskonar andrúmslofti þær þróist. Þær hafi mótað krafta-
verkasögurnar um Jesú, flutzt yfir á svið guðspjallanna, enda
þótt sögulegir athurðir kunni að liggja til grundvallar sum-
um lækningum Jesú. Gamla testam. hafi einnig hafl sín áhrif,
og ýmsar sögurnar hafi blátt áfram orðið til í liugum safnað-
anna. En aðaltilefni þeirra eigi rót sína að rekja til þessara
alþýðlegu sagna Gyðinga og Grikkja um kraftaverk, einkum
til hinna síðarnefndu. Hér koma fram sömu firrurnar eins og
annars staðar í kenningu Bultmanns, þar sem endalaus saman-
1) Sbr. bls. 100 nn.