Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 268
268
inndælt og byrði lians létt. — Sama gildir um málsgrein-
arnar í 12, 5—7.
5. Setningarnar í 12, 17—21 um útvalda þjóninn, sem mun
ekki brjóta brákaðan reyr, eru teknar af guðspjallamannin-
um sjálfum beint úr Gamla testam., eins og önnur hliðstæð
orð um uppfyllingu spádóma þess.
6. Dæmisagan um illgresið meðal liveitisins i 13, 24—30 er
skyld líkingunni í Mark. 4, 26—29. Báðar eru þær um guðs-
riki, lýsa sáningu, gróanda, fullum þroska og ávexti, og
kornskurði að lokum. Og dæmisaga Matt. skipar sama rúm
í guðspjallinu sem líkingin um sæðið í Mark. Beinast liggur
því við að álykta, að liöf. Matt. liafi tekið liana fram yfir
líkinguna, enda er liún efnismeiri. En þvi aðeins hefir hann
gert það, að liann hefir haft hana í öðru heimildarriti, og
þá að líkindum einnig skýringuna vfir liana, 13, 36—43. í
sömu lieimild munu einnig hafa verið hinar líkingarnar,
um fjársjóð, perlu og net, 13, 44—52. Það var eðlilegt, að
slíkum tikingum um guðsríki yrði snemma safnað saman.
Þessi heimild gæti verið R, en líklegri er sérheimild Matt.,
þar sem Lúkas tekur enga líkinganna i guðspjall sitt.
7. í næstu sérefnisköflunum 14, 28—31; 16, 17—19; 17,
24—27 og 18, 21—35 gætir Péturs postula mikið. Að því leyti
er samband í milli þeirra. Höf. guðspjallsins liefir ekki sjálf-
ur samið þessar sögur, heldur stuðzt við erfikenningu og
jafnvel lielgisagnir, sem myndazt hafa um Pétur. Kaflarnir
um göngu lians á vatninu og musterisskattinn eru greini-
lega með apokrýfum blæ og benda til yngri erfikenningar
en þeirrar, sem liggur B að baki. Sama gildir um aðdragand-
ann að 18, 21 nn. Hann ber vitni um þróun safnaðarlífsins
eftir daga Krists, og kann orðalagið á lioniun að vera frá
guðspjallamanninum. Þannig munu þessir kaflar úr sér-
heimild Matt.
8. Dæmisögurnar fimm í 20, 1—16; 21, 28—32; 22, 1—14;
25, 1—9, 14—30 eru þrungnar sömu speki, tign, fegurð og
einfaldleik, sem einkennir aðrar dæmisögur Jesú, svo að
ekki er um það að ræða, að þær séu eftir annan en hann.
Tvær þeirra a. m. k., liyggja margir vísindamenn, að hafi
staðið í B, dæmisögurnar um brúðkaup konungssonarins, og
talenturnar, því að þær séu einnig í Lúk., en það er vafa-
mál.1) Svo framarlega sem þær eru þaðan, eða sem liklegra
1) Sbr. bls. 72—73; 14—15.