Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 154
154
einhlít til þess að hnekkja því, að Markús sé höfundur guð-
spjallsins, enda mætti þá með samskonar röksemdum „sanna“
um ýms rit, að þau væru ekki eftir þá, sem liafa i raun og
veru samið þau.
Margt styður það, að Pétur hafi verið heimildarmaður
Markúsar. Afstaða þeirra var sú, að ekkert var eðlilegTa.
Markús var túlkur (eQjuijveviijg) Péturs skv. vitnisburði Pajií-
asar. En í túlksheitinu felst sennilega það hjá Papíasi (eða
,,öldungnum“), að Markús hafi lúlkað fyrir mönnum trúar-
reynslu Péturs og andlegt sjónarmið, en það gerði liann bezt
hæði öldum og óhornum með því að skrifa guðspjallið. Þessi
lýsing á afslöðu Markúsar til Péturs er í fyllstu samhljóðan
við það, sem kunnugt er um æfi þeirra. Götur þeirra liggja
snemma saman í Jerúsale.m og aftur í Róm undir æfikvöldið.
Það er meira að segja svo, að hiklaust mætti álykta slíka af-
stöðu milli þeirra, þótt hennar væri ekki getið einu orði lijá
Papíasi. Seinna segir í vitnishurði Papíasar, að Markús liafi
verið fylgdarmaður Péturs. Um það verður ekkert fullyrt, en
það er engan veginn ósennilegt, því að Pélur er í trúboðsferð-
mn1) á þeim áratug i æfi Markúsar, sem alla vitneskju vant-
ar um. Gælu orð Paþíasar lotið að þeim árum. Einnig er það
vel hugsanlegt, að samvinna Markúsar við Pétur í Róm sið-
ustu árin sé nefnd fylgd.
Guðspjallið hendir einnig lil þess víða, að sjónarvottur
segi frá, og er enginn líklegri en Pétur til slíkrar frásagnar.
Þetta keniur þegar fram í upphafi guðspjallsins. Fyrst
er sagt í örfáum orðum frá fyrirrennara Jesú, skírn hans og
freistingu, og kenningu lians lýst í einni málsgrein, þá tek-
ur við sagan um köllun Péturs og Andrésar hróður lians,
saga, sem Pétur liefir hefir iðulega sagt í prédikunum sín-
um og var einskonar formáli að trúhoðsstarfi lians. 1 sögunni
koma fram orðatiltæki, sem fiskimenn í Galíleu notuðu á
þeim timum. Genesaretvatnið er nefnt „hafið“ og veiðiað-
ferðinni lýst svo, að þeir „köstuðu út“, en „netjum“ undan-
skilið. Frá atburðinum virðist einnig sagt frá sjónarmiði
þess, sem úti i vatninu er, þar sem ekki er aðeins sagt, að
Saddúkearnir, prestaaðallinn í öldungaráðinu, réðu J)ar mestu, en frá þeirra
sjónarmiði var ekkert l>vi til fyrirstöðu, að Jesús væri handtekinn aðfara-
nótt 14. Nisans, yfirheyrður, dæmdur og tekinn af lifi |)ann dag. Farisearnir
hafa ef til vill ekki séð ástæðu til að setja dagtalið fyrir sig og skerast
úr leik, lieldur látið um l)etta gilda J)að, sem timatalsnefnd öldungaráðsins
hafði ákveðið.
1) Sbr. bls. 13(i.