Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 36
36
Frumguðspjalls-tilgátan.
Enn hefir verið leitazt við að skýra afstöðn Samstofna guð-
spjallanna sín í milli með því, að þeim liggi öllum til grund-
vallar eitt guðspjallsrit, er nú sé ekki lengur til sem sjálfstætt
rit; hafi þetta „frumguðspjall" verið sameiginleg heimild
þeirra. Lessing átti fvrstur hugmvndina um það,1) en raun-
verulegur höfundur þessarar tilgátu var J. G. Eiehorn liá-
skólakennari í Göttingen og setti hann hana fram og rök-
studdi i Inngangsfræði sinni árið 1804:
Guðspjallamennirnir liafa haft fvrir sér sama guðspjallið,
skrifað af postula um 35, þegar þeir sömdu guðspjöll sín, og
taka efni upp úr því eftir þörfum. Þess vegna eru guðspjöllin
svo lík. Sameiginlega efnið í þeim öllum er frumguðspjallið.
Þar sem tvö guðspjöllin hafa sameiginlegt efni en ekki hið
þriðja, þá er orsökin sú, að guðspjallamennirnir hafa ekki
liaft sömu útgáfu af frumguðspjallinu, heldur hefir ýmsu
verið hætt við í eintökum þeirra. Stundum er viðhótin hin
sama i tveimur og' tveimur, stundum ekki. En mismunur-
inn á sameiginlegu efni guðspjallanna stafar af því, að
frumguðspjallið hefir upprunalega verið á aramaisku, en þýð-
ingarnar á því á grísku verið nokkuð mismunandi. Þannig
fæst fullnægjandi skýring á hvorutveggja, samliljóðan guð-
spjallanna og mismuninum á þeim.
Seinna féll Eichhorn frá þeirri skoðun, að frumguðspjallið
liefði verið á aramaisku. Það hefði að visu verið á grísku, en
í ýmsum afritum og þeim allfrábrugðnum. Hefðu guðspjalla-
mennirnir liaft fyrir sér afrit, sem sumstaðar hefði i milli
horið, og þangað ælti ósamhljóðan guðspjalla þeirra rót sína
að rekja.
Tilgáta þessi fékk mikið fylgi og var lagt kapp á að finna,
hvernig frumguðspjallið hefði verið, eða frumguðspjöllin, ef
fleiri voru. En öll sú viðleitni liefir horið lítinn árangur, og
eru engar líkur til þess, að „frumguðspjallið“ verði nokkurn
tíma leitt í ljós. Boðun fagnaðarerindisins var þegar eftir
upprisu Ivrists hafin víðsvegar og þá um leið vakin þörf
hjá mörgum til þess, að færa í letur frásögn um orð lians og
verk. Gildi tilgátunnar er aðallega í þvi fólgið, að hún bendir
1) Sbr. rit hans „Neue Hypothese uher die Evangelisten als Ijloss menscli-
liclie Geschiclitsschreiber", sUrifa'ö 1778.