Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 190
190
ulasögunnar þekki „Forn fræði“ .lósefusar, þá gæti hann
tímans vegna og kringunistæðnanna vel verið höfundur
„Vér-kaflanna“ fjrrir því.* 1) Ilann hefði getað skrifað þá
ungur, en Post. gamall. Enda taldi erfikenningin liann ná
háum aldri.
„Vér-kaflarnir“ mega vel teljast heimild, þótt þeir séu
eftir höfund alls ritsins. Þeir eru allir um ferðalög, hrot úr
ferðasögu eða ferðasaga. Höfundur þeirra virðist hafa —
eins og tílt var bæði þá og síðar — ritað hjá sér það lielzla,
sem gerðist á ferðum lians, og varðveitt það eins og nokk-
urskonar daghók. Þegar hann svo kemur að því í Postula-
sögunni að segja frá ferðum, sem þeir Páll fóru saman, þá
verður honum eðlilegt að grípa til þessarar dagbókarheim-
ildar sinnar og skrifa upp úr henni óbreytt að mestu. Það
er einnig mjög sennilegt, að liann liafi þegar haft í huga að
skrifa Postulasögu, er liann rilar siðasta „Vér-kaflann“ um
förina til Róm. Hin skoðnnin fær ekki staðizt, að höf. Post.
taki upp „Vér-heimild“ annars manns og lagi hana svo í
hendi sér, að stíllinn og hlærinn verði hinn sami á henni og
ritinu í heild sinni. Þanriig fer höf. ekki með heimildir sínar,
Mark. og R. Hann fylgir þeim trúlega og breytir ekki öðru
en því, sem hann telur á einhvern hátt til bóta. En í „Vér-
köflunum“ er svo mikið um orð þau og hugtök, sem ein-
kenna rithátt hans,2) að þar hefði hann ekki aðeins breytt
lieimild, heldur umsteypt, umsteypt henni þannig, að ekkert
væri eftir nema þetta „vér“. Ætli það að liggja í augum
uppi, liver fjarstæða slíkt er hjá því, að höfundurinn segi
þar blátt áfram frá viðburðunum eins og þeir koma honum
fyrir sjónir. Einnig væri það mjög undarlegt, að kristnaður
heiðingi3) grískmenntaður héldi orðinu „vér“ i bók sinni til
þess að stæla rit Gamla testam. eða Síð-gyðingdómsins; en
í grískum bókmennlum eru engar hliðstæður að þessu.
Við það verðui' að sjálfsögðu að kannast, að höfundur
(3, 19 n) við frásögn Jósefusar: „En Heródcs óttaðist, að áhrifin miklu, er
hann (]). e. Jóhannes skírari) hafði á fjöldann, niundu leiða til uppreisnar ...
fyrir því taldi liann réttara að verða fyrri til hugsanlegum uppreisnarlöngun-
um hans, með þvi að taka hann af lífi, en að neyðast eftir á til að iðrast af-
leiðinganna. Fyrir þvf var .Jóliannes tckinn liöndum vegna grunsemda Heró-
desar, fluttur til Makæruskastala og liflátinn ]>ar.“ Antiquitates 18, 5.
1) F. G. Burkitt: The Gospel History. V. Edition, bls. 120 nn.
2) Sbr. V. H. Stanton: The Gospels as Historical Documents II, hls. 312—322.
3) Kól. 4, 10—14 sýnir ])að, að I.úkas er ekki meðal hinna umskornu sam-
verkamanna Páls. Sú afstaða, sem höf. Post. og guðspjallsins virðist yfir-
leitt taka til heiðingja, er i samhljóðan við það.