Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 244
244
þó ekki alveg að forlaka. Erfikenningin um Jesú var hin
mikla sameign kristninnar, sem sízt stóð fjær postula en
öðrum að færa í letur.
4. Frásögnin er of óljós, að því er tímaákvarðanir snertir,
til þess að hún sé samin af förunaut Jesú. — En til þess
verður þó tillit að taka, að guðspjallamaðurinn ætlar sér
ekld að rita æfisögu Jesú, heldur vill hann bera fram vitnis-
burð því til sönnunar, að Jesús sé sonur Guðs og hinn fyrir-
heitni Messías þjóðar sinnar.
5. Loks skal telja þau rök, sem eru langþyngst á metunum,
og nægja í raun og veru ein til þess að ógilda dóm Papíasar
í þeim skilningi, að Matteus sé höfundur Matt., og lirekja erfi-
kenningu kirkjunnar. Þau eru svo sterk, að sönnun má kalla.
Þau felast í því, sem áður hefir verið sagt um afstöðu Mark-
úsarguðspjalls iil hinna Samstofna guðspjallanna. Það,
grískt guðspjall, er aðalheimild Matteusarguðspjalls og hún
svo nákvæmlega þrædd, að heilir kaflar haldast nálega orð-
rétlir á grískunni. Önnur heimild Matt. er grísk ræðuheimild
sameiginleg með Lúk., og er samhljóðanin jafnvel enn
meiri bar á orðalagi og setningaskipun. Nú er það Ijóst, að
rit, sem er þannig saman sett úr grískum heimildum, hlýtur
að vera grískt ril en ekki aramaiskt. Til þess að neita því,
þyrfti að lialda því fram, að þýðingin á aramaiska guðspjali-
inu eftir Matteus hefði lánazt svo, að sumir kaflarnir hefðu
fengið á sig orðalag Mark. en aðrir Lúk., og mætti það heita
einkennileg tilviljun. Auk þess er það Ijóst af máli guðspjalls-
ins, að dómi fjölmargra fræðimanna (einnig íhaldsamra,
eins og t. d. Plunnners), að það er frumsamið á grísku, enda
verður þess ekki vart, að höfundur þess styðjist við hebreska
frumtexjann á Gamla testam.
Af þessu leiðir eitt af tvennu.
Annaðhvort er rangur dómur Papíasar um það, að Matt-
eus liafi frumritað á aramaisku guðspjallið, sem vér nefn-
um nú Matteusarguðspjall.
Ellegar Papías á við annað, minna rit.
Verður hið síðarnefnda sennilegra, þegar því er fullur
gaumur gefinn, hvílíka aðstöðu Papías liafði til að vita það,
sem rétt var í þessu máli.
Koma þá lil athugunar hinar tvær skýringarnar, sem gefn-
ar hafa verið á því, við hvað Papías eigi með orðunum
„rá Xóyia."