Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 39
TVEGGJA HEIMILDA TILGÁTAN
Brautry ðj endastarf.
Smám saman varð vísindamönnum það ljósara og ljósara,
að engin af tilgátum þeim, sem nú liafa nefndar verið, myndi
nægja til þess ein að greiða að fullu úr synoptiska vandamál-
inu. En sú skoðun tók að ryðja sér til rúms meir og meir, að
bezt myndi að beita i senn fleiri en einni tilgátu í von um það,
að finna ráðningu þess. Þannig myndi sjónin hvassari og
skilningurinn skarpari, eins og menn sjá skýrar með báðum
augum en öðru. Spurningin um afstöðu Samstofna guðspjall-
anna hvers til annars væri svo flókin og torveld, að ýmsar
leiðir yrði að fara til þess að kanna þá leyndardóma, er liún
byggi yfir, og fá svar.
Vísindastefna sú, sem hófst með Baur háskólakennara í
Tubingen (d. 1860) og nefnd hefir vcrið Túhingenstefnan,
fylgdi i senn stuðnings-tilgátunni og frumguðspjalls-tilgátunni
og beitti þeim í skýringum sínum á þessu vandamáli. Hélt
stefnan því fram, að „Frum-Matteusarguðspjall“ lægi til grund-
vallar Matteusarg'uðspjalli eins og það er nú, og guðspjall
Markíons, trúspekings frá 2. öld, Lúkasarguðspjalli, en Mark-
úsarguðspjall væri, líkt og Ágústínus kenndi, útdráttur úr
Matt., og auk þess útdráttur úr Lúk.
Þessum sömu tilgátum, stuðnings-tilgátunni og frumguð-
spjalls-tilgátunni, héldu þeir fram þýzku vísindamennirnir C.
H. Weisse (Die evangelische Geschichte, I—II, 1838) og Chr.
Wilke.1) Þeir bera fram árið 1838 „tveggja heimilda tilgát-
una‘‘.
Hún er í sem fæstum orðum á þessa leið:
Markúsarguðspjall er elzt Samslofna guðspjallanua og
sameiginleg heimild hinna tveggja. Höfundar Matt. og Lúk.
iaka upp efni þess og fara með það svo sem þeim þykir bezt
1) Sbr. bls. 33.