Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 24
2!
Betlehem til Egiptalands og svo þaðan eftir lát Heródesar til
Nazaret, en Lnk., að þau hafi snúið aftur til Nazaret með Jesú,
að hreinsunardögum þeirra liðnum í Betlehem. Þá segir Lúk.
með öðrum liætti en Mark. og Matt. frá því, er Nazaretbúar
snúast gegn Jesú, og skipar þeirri frásögn of snemma (shr.
Mark. 6, 1—6 Lúk. 4, 16—30 Matt. 13, 53— 58). Lýsing
þess á köllun fjrstu lærisveina Jesú er einnig mjög fráhrugðin
lýsingu hinna guðspjallanna (sbr. Mark. 1, 16—20 ^ Lúk. 5,
1—11 ^ Matt. 4, 18—22). Enn er — svo að nokkur fleiri
dæmi séu nefnd — ósamræmi í sögunni um lækningu á
brjálæði í Gerasa. Mark. og Lúk. lelja aðeins einn mann óðan,
en Matt. tvo (sbr. Mark. 5, 1—20 Lúk. 8, 26—39 ^ Matt.
8, 28—34). Á sama hátt telja Mark. og Lúk. Jesú lækna einn
mann af blindu hjá Jeríkó, en Matt. tvo (shr. Mark. 10, 46—52
^ Lúk. 18, 35—13 =£ Matt. 20, 29—34). Frásögnin um göngu
Jesú á vatninu endar með því í Mark., að lærisveinarnir liafi
eigi skilið það, sem fram fór við brauðin, heldur liafi hjarta
þeirra verið forhert, en i Matt. á þvi, að lærisveinarnir hafi
veitt Jesú lotningu og sagt: „Sannarlega ert þú sonur Guðs.“
I píslarsögunni er nokkur frásagnarmunur þrátt fyrir mikla
samhljóðan viða. Mark. og Matt. skýra frá tveimur fundum í
ráði Gyðinga út af máli Jesú, á aðfaranótt föstudagsins og á
föstudagsmorgun, en Lúk. einum, á föstudagsmorgun (sbr.
Mark. 14, 53 nn ^ Lúk. 22, 66 nn ^ Matt. 26, 57 nn). Mark.
og Matt. nefna ekki nema ein orð Jesú á krossinum: „Guð
minn, Guð minn, hví hefir þú j'firgefið mig“ (Mark. 15, 34
Matt. 27, 46), en Lúk. tilfærir þau ekki, heldur þrjú önnur
(Lúk. 23, 34, 43, 46). I upprisufrásögunum birtist drottinn
lærisveinum sínum í Galíleu, að þvi er ráða má af Mark.
(Mark. 16, 7, niðurlag vantar)1) og Matt. segir frá (Matt. 28,
16—20), en í .Terúsalem samkvæmt frásögn Lúkasar.
Bithöfundaeinkenni koma skýrt fram í efnisvali. Höf.
Mark. er t. d. mjög gjarnt til að draga fram smáatriði, sem
varpa lifandi ljósi á alla frásögnina en hinir guðspjallamenn-
irnir láta ógetið. Hann segir einn frá því, að Jesús hafi legið
„á koddanum“ í ofviðrinu á Genesaret (4, 38), að mannfjöld-
inn, sem Jesús mettaði, hafi setzt niður „í grængresið i flokkum“
(„í beðum“ væri réttari þýðing, gr. jioaoial ngaoiat, þ. e. a. s.
fólkið myndar eins og blómabeð í garði) (sbr. Mark. 6, 40),
að rikismaður hafi orðið „dapur í bragði“ (réttari þýðing:
1) Sbr. l)ls. 161: 167.