Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 264
264
1. Bernskusögurnar í 1. og 2. kap. eru hvorki að efni né
orðfæri svo frábrugðnar guðspjallinu að öðru leyti, að á-
stæða sé til að telja þær felldar síðar framan við það. Guð-
spjallamaðurinn sjálfur liefir eflaust eins og Lúkas viljað
láta guðspjall sitt hefjast með frásögn um undursamlega
fæðingu Jesú og hoðun hennar. En þó hefir hann ekki tekið
saman þessar hernskufrásögur. Þær eru til orðnar löngu
fyrr en hann reit guðspjallið og á öðrum slóðum. Blærinn
yfir þeim er sá, að ætla má, að þær séu frumsamdar á he-
hresku eða aramaisku1) og þýddar úr þvi máli á grísku. I
þeim kemur jafnvel fj'rir orðaleikur, sem skilst ekki miðað
við grískuna (2, 23). Þær liafa eins og bernskufrásögur
Lúk. mótazt lijá kristnuðum Gyðingum í Palestinu, en þó
ekki í sömu söfnuðunum, því að mikill munur er á frásög-
unum. I Matt. er meir miðað við Jósep, en i Lúk. við Maríu,
og frásaga Matt. um flóttann frá Betlehem til Egiptalands
er í ósamhljóðan við Lúk. 2, 22—39, þar sem segir að foreldr-
ar Jesú hafi farið frá Jerúsalem tii Galíleu að hreinsunar-
dögum þeirra liðnum tit borgar þeirra Nazaret. Trúvörnin
dylst hvergi í Matt. né eldur stríðsins við Gvðinga, sem einnig
liefir sett svip sinn á sögurnar. Óhróðurinn, sem þeir hafa
borið út um móður .Tesú og faðerni hans, er lirakinn, og sagt
þannig frá fæðingu .Tesú og bernsku, að þá þegar hefir orðið
hert, að spádómar G. t. og fyrirheiti tækju að rætast við konni
hans. Hann er Davíðs niðji frá Betleliem, Immanúel, fæddur
af mey, sonur Guðs, sem kallar hann frá Egiptalandi, Nazarei,
eins og spámennirnir höfðu sagt. Og hin bjarta Betleliems-
stjarna á að lýsa öllum heimi, eins og kemur fram i sögunni
undrafögru um vitringana frá Austurlöndum. — Ýmsir fræði-
menn liafa litið svo á, sem slíkar frásögur um meyjarfæð-
ingu gætu ekki verið til orðnar í gyðinglegum jarðvegi, held-
ur hlytu þær að vera runnar úr grískum hugsanaheimi. En
á síðustu árum hafa fleiri og fleiri liorfið frá þeirri skoðun,
enda má henda á skvldar frásögur í gyðinglegum ritum.2)
1) Zahn hcfir fært nokkur rök fyrir þvi, að fruminálið sc fremur ara-
maiska. Hann hcndir á það, að útleggingin á orðinu Immanúel: Guð með
oss í 1, 23 hafi staðið upphaflcga i heimildinni, þvi að hefði sá, sem þýddi á
grisku, bætt þeim orðum inn i, þá hefði hann engu siður fundið ástæðu til að
þýða nafnið Jesú tveimur versum á undan. En í hebreskri heimild gat ekki
komið til mála að þýða orðið Immanúel, það var alveg auðskilið öllum, sem
liebresku kunnu. Aftur á móti gat það vel átt sér stað i aramaiskri hcimild
og var meira að scgja æskilegt (Evangelium des Matthaus, bls. 83).
2) Nestlc nefnir sérstaklega sögu um fæðingu Abrahams, sem stendur i