Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 255
sem Jesús lifði og starfaði — t. d. í Jerúsalem, þá liefði naum-
ast getað hjá því farið, að fleiri sjálfstæðar frásögur um
hann væru í því. í þessu sambandi má nefna skarplega at-
hugun Burkitts prófessors á því, að tímaákvörðunin í Matt.
28, 1 „þegar lýsti af degi“ „Imcpwoy.ovmf sé sú, sem tíðkaðist
í heiðingjalöndunum, en ekki á Gyðingalandi.
Þá er Antíokkía ein eftir af aðalmiðstöðvum kristninnar,
og er ekkert, sem mælir á móti því, að Matt. sé ritað þar.
Hún hlaut að eiga sitt guðspjall, og eðlilegt var, að guðspjall
hennar hlyti óskoraða viðurkenningu í Rómasöfnuðinum og'
öðrum söfnuðum kristninnar. Lotningin fyrir Pétri postula,
sem guðspjallið ber vitni um, er einnig í sambljóðan við erfi-
kenningu kirkjunnar, þar sem Pétur er talinn fyrstur í bisk-
uparöð i Antíokkíu og liefir vísast dvalið þar langdvölum.1)
Yfirburðum bans yfir aðra er haldið meir á lofti í því cn
jafnvel í Mark., sem lærisveinn lians skrifaði, eins og sögu-
urnar um Pétur sýna, sem Matt. hefir eilt að geyma, 14, 28—
32; 17, 24—27; 16, 17—19, og það, að liann er berum orðum
nefndur fremstur (10, 2: JiQÖnog) postulanna. Antíokkíusöfn-
uðurinn fylgdi Pétri og þræddi meðalveginn milli ófrjáls-
lyndis kristnaðra Heima-Gj’ðinga og frjálslvndis þeirra, sem
lengst gengu af fylgismönnum Páls. Og síðast en ekki sízt
virðist bafa ríkt i þessari stóru Gyðingaborg einmitt sama
andrúmsloftið sem i Matt.: Kristindómurinn er að vísu ætlaður
öllum þjóðum um víða veröld, en þó gætir mjög jafnframt
gyðinglegs sjónarmiðs, mörgum gyðinglegum ummælum er
baldið á lofli og ekkert rit N. t. er minna snortið af anda
Páls en einmitt Matt.2) Kristindómurinn er samkvæmt því
nýtt lögmál.
Loks var Antíokkía miðstöð trúboðsins um lieiminn, og
er niðurlag Matt. í beztu samliljóðan við það. Ekkert gat
verið eðlilegra en að guðspjall bennar endaði á boðinu um
það að fara og kristna allar þjóðir.
1) Sbr. bls. 135.
2) Sumir frœðimenn telja þetta ])ó miklu fremur mæla á móti þvi, að
guðspjallið sé Antíokkíuguðspjall, og mætti skoðun þeirra til sanns vegar
færa, ef um þann samningstíma væri að ræða, er Páll dvaldi í Antíokkíu og
var starfsmaður safnaðarins þar. En síðan eru liðnir áratugir og stefna
kristnaðra Gyðinga liefir mjög eflzt í Antíokkiu, ekki sízt við það, að margir
kristnir menn frá Jerúsalem hafa setzt þar að um og eftir stríðið, sem lauk
með falli borgarinnar. Auk þess væri það skiljanlegt, að heitur fylgismaður
Péturs i Antíokkiu hefði aldrei verið mjög hrifinn af stefnu Páls (shr. t. d.
frásögn Gal. 2 um áreksturinn milli Péturs og Páls).