Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 46
46
Sem dæmi má nefna frásöguna um lækningar að kveldi,
Mark. 1, 32—34 ^ Matt. 8, 16 n ^ Lúk. 4, 40 n.1)
Fyrstu orðin i Mark.: „En er kveld var komið, þegar sól
var sezt“, kynni einhverjum að gcta virzt benda til þess, að
Matt. og' Lúk. væru heimildir Mark., þar sem Matt. hefir:
„En er kveld var komið“ og Lúk.: „En er sól var sezt“. En
óneitanlega væri það heldur einkennilegur útdráttur að taka
upp tvær hliðstæðar setningar, er merktu nálega liið sama.
Hitt er miklu sennilegra, að höfundar Matt. og Lúk. taki upp
úr Mark. sína hliðstæðu setninguna hvor, og það því fremur
sem miklu fleiri dæmi eru um hið sama (sbr. Mark. 1, 42 ^
Matt. 8, 3 =7^ Lúk. 5, 13; Mark. 4, 40 ^’Matt. 8, 26 ==Æ,úk. 8, 25;
Mark. 10, 29 =£ Matt. 19, 29 ^ Lúk. 18, 29; Mark. 14, 1 ^ Matt.
26, 2 ^ Lúk. 22,1; Mark. 14, 30 Matt. 26, 34 ^ Lúk. 22, 34).
Orð Mark.: „Og allur hærinn var saman kominn við dyrnar“,
standa í hvorugu liinna guðspjallanna, enda er þegar áður
húið að lýsa, hvernig fólkið liafi streymt til Jesú með sjúk-
linga. Þetta er mjög lifandi lýsing, líkt og sjónarvottur segði
frá. Er svo víðar í Mark.,2) en einmitt slik orð vantar i liin
guðspjöllin sumstaðar (sbr. t. d. Mark. 4, 38 ^ Matt. 8, 24 =7^
Lúk. 8, 23; Mark. 6, 40 Matt. 14, 19 =7^ Lúk. 9, 14 n; Mark. 10,
21 =7^ Matt. 19, 21 =t^= Lúk. 18, 22). Það er auðsjáanlega miklu
nær sanni að hugsa sér, að höfundar Matt. og Lúk. stytti
þannig Markúsarcfnið til þess að geta komið því meira öðru
efni að, lieldur en að guðspjallamaðiu-, sem gerir útdrátt
úr Matt. og Lúk., felli inn í slíkar lýsingar. í Mark. segir að-
eins, að Jesús hafi læknað marga sjúka, en í Matt., að liann
hafi læknað þá alia, og i Lúk.: „Hann lagði liendur yfir sér-
livern þeirra og læknaði þá.“ Virðist miklu meiri ástæða til
að ætla, að liöfundar Matt. og Lúk. liafi viljað gera lækn-
ingakraftaverk Jesú enn dýrlegra, heldur en að höf. Mark.
liafi dregið úr lýsingu þeirra.
Sama er einnig að segja um það, er Mark. telur Jesú
hafa læknað einn hrjálaðan mann í Gerasa og einn blindan
í liinztu för sinni hjá .Teríkó, 5. og 10. kap., en Matt. tvo hæði
sinnin (8. og 20. kap.).3) Má geta nærri, á hvorn háttinn sög-
urnar hafa heldur brevtzt i meðförunum. Það er Matt., sem
hætir við, en ekki Mark., sem fellir hurt. Auk þess sést, að
Lúk. styður Mark.
1) Sbr. bls. 27.
2) Sbr. bls. 24—25.
3) Sbr. 1)1 s. 24.