Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 75
FJÖGRA HEIMILDA TILGÁTAN
Aðdragandi.
Heitið tveggja lieimilda tilgáta er þegar óheppilegt af þeirri
ástæðu, að með því er gert ráð fyrir aðeins tveimur ritum,
sem höfundar Matt. og Lúk. hafi stuðzt við, er þeir sömdu
guðspjöll sín. Að sönnu er lieitið rökstutt á þann veg, að með
heimildum sé aðeins átt við aðalheimildir, auk þess geti
auðvitað verið um margar smærri að ræða. En sérefni guð-
spjallanna er svo mikill hluti þeirra, einkum Lúkasarguð-
spjalls, að ólíklegt er, að ekki komi fleiri iiöfuðlieimildir til
greina en þessar tvær við samningu þeirra. Margir liafa horft
svo einhliða á þessar tvær sameiginlegu heimildir Matt. og
Lúk., að annað efni guðspjallanna hefir allmjög horfið fyrir
þeim. Stundum liefir Ræðuheimildin verið talin svo stórt
rit, að hún næði yfir mikið af efni guðspjallanna, er áður
hefir verið álitið sérefni; eða sérefnið liefir verið skoðað
óáreiðanlegt, af því að það hevrði ekki Ræðulieimildinni
til. Menn hafa litið á það, að Matt. og Lúk. væru skrifuð í
mikilli fjarlægð hvort frá öðru, svo að sameiginleg heimildar-
rit þeirra hlytu að vera sem fæst, en þeim hefir sézt yfir liitt,
að höfundarnir hljóta að hafa haft aðgang að sérheimildum
hvor á sínum stað. Á aðalstöðvum kristninnar, í Róm, Efesus,
Antíokkíu, Jerúsalem og Sesareu, hafa orðið til kristilegar
bókmenntir, og það er næsta ólíklegt, að þær liafi nokkurs
staðar liorfið með öllu af sjónarsviðinu, lieldur mótað sér
farveg i guðspjöllunum. I samræmi við þetta hefir verið
horin fram fíögra heimilda tilgátan.
Hún er ekki í andstöðu við tveggja heimilda tilgátuna,
heldur viðauki við hana. Hún gerir aðeins ráð fyrir því, að
sín aðalheimildin bætist enn hvoru guðspjalli, og gildir einu
í því samhandi, hvort ræðuheimildin er talin ein eða fleiri.1)
1) Hér eftir verður ]iessi sameiginlegi þáttur Matt. og Lúk. merktur
stafnum R [þ. e. ræðuheimild(ir)].