Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 34
34
eðlilegt, að þessar sögur liefðu verið styttar til þess, að liæg-
ara hefði verið að koma að öðru efni miklu og dýrmætu.
Stuðnings-tilgátan hefir seinna verið borin fram í ýmsum
myndum, eftir því hvaða skoðun menn liafa liaft á aldri
guðspjallanna. En það hefir orðið ljósara og ljósara, að liún
er ekki einhlít til skýringar á afstöðu Samstofna guðspjall-
anna livers til annars. Synoiitiska vandamálið er flóknara
en svo. Ósamhljóðanin gerir það mjög ósennilegt, að liöf-
undar Samstofna guðspjallanna hafi aðeins stuðzt við ann-
að hinna guðspjallanna eða hæði, enda fer sú skoðun einn-
ig i hága við formála Lúk., þar sem liöf. segir, að margir
liafi tekið sér fyrir hendur að færa þessa viðhurði i sögu
eftir frásögn sjónarvotta, og liann hefir auðsjáanlega ril
þeirra að lieimildum að meira og minna leyti. En smám-
saman hefir sú skoðun náð að festa rætur, að Mark. sé elzt
og' hinir tveir guðspjallamennirnir liafi mjög stuðzt við efni
þess og tekið það upp. Leggja þýzku vísindamennirnir Karl
Lachmann og Clir. G. Wilke fyrstir undirstöðuna að þeirri
kenningu, „Markúsar tilgátunni“ svo nefndu, með ritum sín-
um „De ordine narrationum in evangeliis synopticis“ og
„Der Ur-Evangelist“ árin 1835 og 1838. Þó hafa höfundar
Lúk. og Matt. engan veginn notað Mark. á sama liátt, að
dómi fylgismanna þessarar tilgátu. Matt. er eins og ný út-
gáfa af Mark., endurskoðuð og endurhætt og aukin miklu nýju
efni. Lúk. er nýtt sögurit, þar sem stórir kaflar úr Mark. eru
felldir við aðrar lieimildir.
Erfisagna-tilg'átan.
„Stuðnings-tilgátan“ veitir sennilega skjæingu á því, livern-
ig muni slanda á samhljóðaninni milli guðspjallanna, og er
j)að höfuðstyrkur hennar. En hún megnar ekki að gera grein
fyrir ósamhljóðaninni. Til jiess að skýra hana komu menn
með „erfisagna-tilgátuna“ svo nefndu.
Aðalkjarni liennar er jjessi:
Guðspjallamennirnir þrír færa í letur munnlegar frá-
sagnir, sem geymzt liafa í minni og horizt rnann frá manni,
en styðjast elcki hver við annars rit né skrifaðar lieimildir.
Þessar munnlegu erfisagnir liafa varðveitzt vel, því að minni
manna var jjá trúrra en nú og j>eir létu sér einkum hugar-
haldið um að segja sem réttast og nákvæmast frá orðum