Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 90
90
irnir raða því og skipa því í heild. í því er starf þeirra fólgið
fyrst og fremst. I>eir velja úr, fella í umgerð og leggja á síð-
ustu liönd, en þeir hafa ekki mvndað frásögurnar eða mótað
í upphafi. Það sést greinilega á Mark. og Matt. Og i Lúk.
kemur það einnig glöggt í Ijós, þegar það er horið saman við
Postulasöguna, því að höfundurinn er auðsjáanlega miklu
liáðari fyrirliggjandi efni í allri framsetningunni á guð-
spjallinu. Myndunarsaga guðspjallanna, þ. e. a. s. guðspjalls-
efnisins, hefst þannig ekki með starfi guðspjallamann-
anna, hún nær þar aðeins vissu marki, heldur síðan áfram
og apokrýf guðspjöll verða til. Frumstig hennar er það, að
einstakar stuttar frásögur verða til og tilfærð eru ummæli
Jesú. Hvorlveggja hlíta einnig sínum þróunarlögum. Þessi
lög þarf að kanna og rekja, og rannsaka jafnframt eðli og
einkenni hverrar frásögu.
Griindvallaratriði í þessu sambandi er þá það, að frásögur
úr lífi Jesú og ummæli hans lxafa mótazt upphaflega hver út
af fyrir sig.
Þetta er engan veginn ágizkun ein. Ef lilið er t. d. á Mark-
úsarguðspjall, þá munu menn komast að raun um, að margar
af frásögunum haggast ekki neitt, þólt þær séu teknar úr
því samhengi, sem þær standa i. Hver þessara frásagna um
sig cr óskoruð heild og liggur mjög beint við að álykta, að
þær hafi gengið þannig mann frá manni á tímum erfisagn-
anna. Þær eru ekki settar þannig fram af æfðum rithöfund-
um, heldur sagðar af óhreyttu alþýðufólki, sem auðvitað
mundi það hezt og sagði frá því fyrst og fremst, er það liafði
sjálft séð og lieyrt. Þær hafa lifað sínu sjálfstæða lífi í minni
og á tungu safnaðanna. Síðan liefir þeim verið safnað og
þær tengdar saman með ýinsum hætti, unz lieil ril myndast,
Samstofna guðspjöllin.
Rannsóknin á myndunarsögu guðspjallanna er í þvi fólg-
in, að leita þessara einstöku frásagna, sem guðspjöllin eru
orðin til úr, leysa þær úr því samhengi, sem þær standa i,
svo framarlega sem það er ekki upphaflegt, grannskoða þær
hverja um sig og rekja svo sem auðið er mótun þeirra, unz
þær hafa fengið það form, sem þær eru í hjá guðspjalla-
mönnunum.
Við þessa rannsókn varðar það .miklu að flokka rétt eftir
efni og' formi og hera það saman, sem skylt er i erfisögnunum.
Fyrst og fremst verður að greina í milli frásagnanna um
Jesú og kenningar lians, þótt þar sé allvíða óglöggt um skilin.