Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 182
182
Efnið liggur allt fj’rir honum í aðalatriðum: Erfikenn-
ingin kristna, eins og liún hafði mótazt í Róm frá uppliafi
og einkum fyrir álirif höfuðpostulanna, skrifleg og munn-
leg; og jafnframt aðrar minningar um Jesú, sem Markús
átti flestum eða öllum frenmr í Róm fyrir samvistir við Pét-
ur postula og aðra forvígismenn og frömuði kristninnar á
liðnum áratugum. Þessu efni raðar liann á mjög einfaldan
hátt. Deilur fræðimannanna og Faríseanna við Jesú eru
eðlilegur undanfari píslarsögunnar. Þær snúast einnig um
þau vandamál, sem þá varðaði söfnuðina mjög miklu, er
Markús skrifaði guðspjallið. Sumar eru um afstöðuna til
lögmálsins, sem kristnir menn og Gyðingar deildu enn um
harðlega. Aðrar um vald Jesú. Enn aðrar um föstu, sam-
neyti við syndara, skattgreiðslu til keisarans o. fl. Seinustu
deiluræðurnar eru settar í samhand við starfsdaga Jesú í
Jerúsalem næst á undan pínu lians. Jafnhliða því, sem
þannig er lýst vaxandi mótspyrnu gegn Jesú, segir frá læri-
sveinum hans, sem safnast að honum og veita lionum fylgd.
Og í sambandi við frásögnina um undursamlega liandleiðslu
hans, kærleika og kraft þeim til þroska og blessunar, er
varpað skilningsljósi j’fir nvjar spurningar, er lutu að innra
lífi safnaðanna, sannri fylgd við Krist og komu guðsríkis.
Markús virðisl fella saman heimildir sínar, svo að þetta tvennt
komi sem skýrast fram áður en píslarsagan tekur við, en
rétt viðburðaröð haldist þó eftir því sem kostur sé. Hún er
jafnvel þrædd mjög nákvæmlega í 6 síðustu kap. guðspjalls-
ins. Hann vill láta allt rit sitt vera ótvíræðan vitnisburð þess,
að Jesús hafi unnið starf sitt á jörðu sem Messías — bæði
leynt og ljóst. Messíasartign lians var hulin þeim, sem skildu
ekki lijálpræðisviljann guðlega, er stýrði lífi lians, leiddi
liann út í kvöl og dauða og hóf hann þannig að hástóli Guðs.
En hún var bersýnileg augum trúarinnar. Trúin sér dýrð
hans mitt i fátækt lians og skilur, hvernig vegir Guðs Tiggja
frá dauðanum til lífsins. Kristur lifir og mun siðar koma í
dýrð föður síns með dóm hans og veldi.