Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 57
57
Skal nú skýra frá helztu röksemdum fyrir því af hálfu fylg-
ismanna tveggja lieimilda kenningarinnar. Að því loknu mun
lýst aðalhugmynd þeirra um það, hvernig Ræðuheimildin
hafi verið.
Sameign Matt. og Lúk. einna er a. m. k. um af Matt. og
um 2/j af Lúk.1), eða m. ö. o. talsverður hluti af guðspjöllun-
um. Þetta efni er mestmegnis ræður .Tesú og samfellt á köfl-
um í báðum guðspjöllunum. Það hefst á frásögn um prédik-
unarstarf Jóhannesar skirara og skírn Jesú og freistingu. Þá
tekur við Fjallræðan. Síðar koma fleiri höfuðræður Jesú og lýk-
ur með Endurkomuræðunni.2) Efnið er svo líkt, að ekki getur
verið nema um þrennt að ræða, 1) að höf. Lúk. skrifi upp eftir
Matt., 2) liöf. Matt. eftir Lúk., eða 3) báðir guðspjallamennirnir
noti sömu heimild. Hið fyrst talda getur ekki átt sér stað af því,
að langar ræðnr í Matt. eru á víð og dreif í Lúk. og óhugs-
andi, að höf. Lúk. bútaði þær svo sundur. Hið annað fær
ekki lieldur staðizt, því að röð orðanna og afstaða innbvrðis
er víða hersýnilega réllari í Lúk. og óskiljanlegt með öllu,
livers vegna höf. Matt. hefði alstaðar farið að víkja henni þar
við. Ennfremur er orðalagið sumstaðar of mismunandi til þess,
að þeir liafi skrifað livor eftir öðrum. Það þriðja eitt stenzt
alla gagnrýni. Það er líka í sjálfu sér mjög sennilegt, að slík
ræðuheimild yrði snemma til jafnhliða söguriti eins og Mark.
Gyðingar höfðu vanizt því um langt skeið, að það, sem þeir
þvrftu að vita og trúa sér til sáluhjálpar, væri þeim flutt
sem saga og siðaboð, og nefndu þeir fræðsluna í sögubún-
ingi Haggada en hoðorðafræðsluna eða lögmálsfræðsluna
Halaka. Þegar kristnin kom fram hjá þeim, var því eðlilegt,
að kristindómshoðunin félli í þennan tvöfalda farveg. Ræðu-
heimildin er kristileg IJalaka. Hún er ágrip af því, er kristnir
menn skyldu vita um kenningu Jesú, og kjarni þess er Fjall-
ræðan og „Faðir vor“. Gat ekki hjá því farið, að þegar eftir
æfi Jesú á jörðu yrði farið að safna saman orðum hans, fyrst
og fremst í þágu trúboðsins. Þetta sameiginlega efni, sem höf.
Matt. og Lúk. hafa valið, svarar vel til þeirrar hugmyndar,
er liggur beint við að gera sér um þesskonar safn.
Af efnisskipuninni verður raunar engin skýr ályktun dreg-
in um það, að hér sé um sama heimildarrit að ræða. Hún
X) Sbr. bls. 14—15.
2) Sbr. bls. 13—14.
8