Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 146
146
guðspjalli, Tómasarguðspjalli. En strangir rétttrúnaðarmenn
hafa svo um vélt, að Gnostikakenninga gætir lítt eða ekki.
Guðspjall þetta segir frá bernsku og æsku Jesú frá þvi liann
er fimm ára og til tólf ára aldurs. Það er fullt af fáránlegum
kraftaverkasögum og suinuin ófögrum, þótt þeim sé ætlað
að vera Jesú til dýrðar og sanna guðdóm hans. Þannig reyn-
ist Jesús kennurum sínum hinn erfiðasti og hefnir sín greypi-
lega fyrir litlar sakir, jafnvel banar dreng með orði sínu og
hlindar foreldra lians. Það mun til orðið um jniðbik 2. aldar.1)
Ýms fleiri hernskuguðspjöll voru til, og yfirleitt mikill
fjöldi apokrýfra guðspjalla. Flest þeirra eru nú liorfin með
öllu, og um mörg þeirra er lítt eða ekkert kunnugt annað
en það, að kirkjan dæmdi þau villurit.
Apokrýfu guðspjöllin eru vitni þess, liver hætta vofir yfir
erfikenningunni á 2. öld, að hún falli úr sögulegum farvegi,
ímyndunaraflið auki við hana eftir vild og henni verði
hreytt til samræmis og stuðnings við allskonar sérskoð-
anir. Til þess að sporna við þeirri liættu var aðeins eitt
ráð, að stöðva strauminn og lialda sér við hið skrifaða
orð í öruggustu og heztu lieimildarritunum. Þetta ráð tók
kirkjan. Henni var ljós meginsmunurinn á Matt., Mark., Lúk.
og Jóh. annarsvegar og apokrýfu guðspjöllunum hinsvegar.
Hún valdi þau fjögur ein til þess að vera guðspjöll sín. Hún
treysti því, að þau geymdu erfikenninguna hreina og ómeng-
aða. Að vísu verður því ekki neitað með rökum, að skyldleika
megi finna í mótunarsögu erfikenningarinnar fyrir og eftir
tíma þeirra, en engu að síður vann kirkjan afreksverk með
valdi sínu. Hún felldi réttan dóm um það, hvaða rit mvndu
liafa aðalgildi fyrir börn hennar. Hún sló verndarhendi
sinni jTir dýrustu bókmenntir frumkristninnar bæði frá
trúarlegu og sögulegu sjónarmiði.
1) Upp úr þessum tveimur síðastnefndu guðspjöllum er að nokkru
leyti saman tekin Barndómssaga Jesú Krists, sem Magnús Grímsson þýddi
og gefin hefir verið út þrisvar sinnum hér á landi, 1854, 1903 og 1920. Ætti
það ekki að verða oftar. Sögugildi liennar er vitanlega alls ekkert.