Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 245
245
Logía.
Vandinn er ekki mjög mikill að velja í milli þessara skoð-
ana. Titillinn á riti Papíasar: „Skýring orða drottins“ gefur
þegar mikilisverða bendingu í ákveðna átt. Sama orðið er
notað í honum og tilvitnuninni, logía. Þar sem segir, að
Matteus liafi sett saman „orðin“, mun því átt við orð drottins,
þ. e. orð Jesú. Þelta styðst einnig við það, að menn vita með
fullri vissu, að í frumkristninni röðuðu ýmsir saman orðum
Jesú og þannig urðu til söfn af orðum hans. Málfræðilega
séð gætu logía að sönnu verið sama sem „orð Guðs“ (Róm.
3, 2), þ. e. orð Gamla testam., og átt við Messíasarspádóma,
en beina vitneskju vantar um það, að slík söfn myndist á
tímum frumkristninnar; væri nú þesskonar safn i Matteusar-
guðspjalli voru, sem langeðlilegast yrði að telja samkvæmt
þessum skilningi, þá væri það ekki nema nokkrar máls-
greinar (Matt. 1, 23; 2, 15, 18, 23; 4, 15 n; 8, 17; 12, 18-21;
13, 35; 21, 5; 27, 9 n og ef til vill fáeinir fleiri staðir) og engin
þörf á þvi, að „liver legði út eftir þvi, sem liann var til þess
fær“, því að málsgreinarnar voru þegar til í grískri þýðingu,
LXX, sem kristnaðir heiðingjar áttu greiðan aðgang að um
allan hinn grískmenntaða heim.
Orðin, sem Matteus setur saman á aramaisku og lwer
leggur út eftir því sem hann er til þess fær, munu þá vera
orð Jesú. Lærisveinninn skrifar orð meistara sins á móður-
máli þeirra beggja. Hann liefir geymt þau í huga sér og gætt
þess að fara rétt með þau, er liann færði þau í letur. Áður
fyrrum liafði hann æft minni sitt og penna á því að fást við
tölur, nú var liuga hans og liönd fengið hið veglegasta lilut-
verk. Af söfnum orða Ivrists, sem rituð hafa verið í frum-
kristninni smærri og stærri, hefir þetta safn eflaust verið
eitt hið allra merkasta, enda er það eina orðasafnið, sem
nafn ákveðins höfundar hefir verið lengt við, svo að rekja
megi.
Þetta orðasafn, sem nefna má Logía1) Matteusar, er að
öllum líkindum að finna í Malteusarguðspjalli. Væri ekki
svo, þá hefði það glatazt með öllu, og kristnin reynzt óskiljan-
lega hirðulaus og skeytingarlaus um dýrðlegt postuilegt rit,
sem staðizt liafði allar eldraunir og efasemdir fram á daga
1) Sbr. bls. 40. Ýmsir fræðimenn hafa litið svo á, að „rá ).óyia‘‘ sé beinlinis
heitið á þessu riti. Fyrir því brestur gild rök. En engu að síður er handhægt
að nota þetta nafn um safn orða Jesú, er Matteus hefir sett saman.