Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 134
134
virðist liafa notið virðingar og velvildar margra Gyðinga,
unz liann var myrtur af ofstækismönnum, er dró að upp-
reisninni gegn Rómverjum. Hann hefði ekki verið i svo
miklu álili hjá Gyðingum, hefði hann ekki talið sig bund-
inn við erfðaskýringar fræðimannanna á lögmálinu. Þau hafa
verið í anda lians og safnaðarins i Jerúsalem þessi orð í
Matt. 23, 2 n: „Á slóli Móse sitja fræðimennirnir og Farí-
searnir. Alt, sem þeir segja yður, skuluð þér því gjöra og
halda“. En jafnframt hefir verið lögð meginálierzla á það í
söfnuðinum að sýna, livernig Jesús fullkomnaði lögmálið,
gaf því nýjan anda og líf og lagði siðferðismælikvarðann
ekki aðeins á verkin liið vlra, lieldur einkum á það, er færi
fram í djúpum sálnanna, hugsanir, tilfinningar og vilja.
Máttugri trúvörn var haldið uppi gegn fræðimönnunum og
Faríseunum, sýnt fram á yfirburði kristindómsins yfir gyð-
ingdóminn og að Jesús væri hinn fyrirheitni Messias, sem
spámennirnir hefðu spáð um. Erfikenningin er hert í eldi
stríðsins i milli. Þótt ekki skuli rísa gegn kenningu Faríse-
anna, þá skilur regindjúp þá frá kristnum mönnum. Þeir
eru liræsnarar „Eftir verkum þeirra skuluð þér eigi hrevta,
þvi að þeir segja það, en gjöra það eigi“. Vei þeim. Þeir
krossfestu Messías og ofsóttu síðan og deyddu lærisveina
lians. Þessir höfuðdrællir i stefnu Jerúsalemsafnaðarins
munu einnig liafa lialdizt eftir dag Jakobs, en þá tók við
forystunni að öllum líkindum Símon bróðir hans. Við slíkar
aðstæður þróast erfikenningin í Jerúsalem.
Antíokkíiisöfnuðurinn var slofnaður — að öllum líkindum
— af kristnum flóttamönnum frá Jerúsalem, árið 31. Þvi að
eftir grýtingu Slefáns hófst þegar mikil ofsókn gegn söfn-
nðinum í Jerúsalem og hann tvistraðist víðsvegar (Post. 8,
1), meðal annars til Sýrlands (shr. Post. 9, 2), og þá ekki
sízt til höfuðborgarinnar, Antíokkíu (Post. 11, 19). Þessir
safnaðarmenn i Jerúsalem hafa visast þótt tala ógætilegar
um lögmálið og af minni lotningu en postularnir, úr þvi að
postularnir gátu haldizt þar við, en þeir ekki. í Antíokkíu
voru Gyðingar í meiri lilula og seltu mjög svip sinn á horg-
ina. Flóttamennirnir boðuðu þeim kristna trú „og töluðu
ekki orðið við neinn mann nema Gyðinga eina“. Stefna sú,
sem þeir marka meðal Gyðinga í Antíokkíu, mun hafa orðið
nokkru fjarlægari gyðingdóminum hcldur en stefna Jakobs
og Jerúsalemsafnaðarins. Enda er fyrst tekið i Antíokkiu að
hoða lieiðingjum kristna trú, og víðar dyr opnast þeim til