Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 201
201
með frjálsara hætti að boðun fagnaðarerindisins. Páll nefnir
auk hans ýmsa samverkamenn, og er Markús einn þeirra.
Varla hefir þó Lúkas dvalið óslitið með Páli þessi ár, þvi
að engri kveðju skilar Páll frá honum sérstaklega í bréfinu
til Filippímanna, en það hefði legið mjög nærrí, hefði liann,
vinur þeirra og starfsbróðir, verið þá með Páli. Enn dvelur
Lúkas með Páli í síðari fangelsisvist hans í Róm (2. Thn. 4,
11) hinni ströngu, er ailir aðrir samverkamenn hans voru
farnir frá honum. Hafði hann þá beðið þess, að Markús kæmi
til sín. En huort heldur Markús hefir komið til Róm fyrir
eða eftir aftöku Páts, þá mái telja það mjög tíklegt, að leiðir
þeirra Lúkasar liggi þar saman á ný. Dvöl Lúkasar áður á
Balkanskaganum gerir all-senniiega erfikenninguna um það,
að hann hafi síðast alið aldur sinn í Akkeu og Bojótíu. Hann
er talinn andast i Þehu og vera grafinn þar, því að þaðan
voru flutt á árunum 356—7 mannsbein til Konstantínópel,
helgur dómur iians, að því er menn hugðu.
Um fyrstu æfiár Lúkasar, unz Post. 11, 28 D bregður birtu
á hann, verður ekkert með vissu sagt. En sennilegast er, að
erfikenningin sé rétt og Antíokkía átthagar hans. Hann held-
ur mjög fram þeirri borg. Þegar liann telur upp djáknana
7 í Jerúsalem, getur liann þess aðeins um einn þeirra, livað-
an hann sé, Nikulás frá AntíÖkkíu, „sem tekið liafði Gyð-
ingatrú“ (Post. 6, 5), og margir staðir í Post. hera þess ljóst
vitni, hve nákunnugur hann hefir verið i Antíokkíu og live
tamt honum er að miða við hana (11, 19—30; 12, 25—13, 3;
14, 19—15, 40; 18, 22) 2) Þess hefir verið getið til út frá Post.
11, 28 D, að Lúkas hafi verið einn af Jerúsalembúunum
kristnu, sem tvístruðust víðsvegar undan ofsóknunum (Post.
11, 19), en það kemur ekki sem bezt heim við formála
Lúkasar fyrir guðspjallinu. Aðrir telja líklegt, að hann liafi
numið læknisfræði i Tarsus, þar sem var ágætastur skóli i
Litiu-Asíu til slíkrar menntunar, og hefðu þeir Páll þá fyrst
kynnzt þar. Þessi skoðun er þó ekki annað en allsennileg
getgáta.1 2)
Það er ekki mildð, sem menn vita með vissu um æfi Lúk-
asar, en engu að síður veitir það ómetanlega hjálp til þess
að átta sig betur á því, hvaða heimildir hann liefir notað við
samningu guðsjfjalls síns.
1) Sumir fræðimenn hafa jafnvel þótzt geta rakið eftir þessu sérstaka
Antiokkíuheimild i Post.
2) Sbr. orð íreneusar: Inseparahilis fuit a Paulo.
26
i