Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 73
73
Matt. liefir hana (sbr. Mark. 13, 33 n), en ekkert hjá honum
bendir á konungssöguna. Sú saga er því viðbót Lúk. og heyrir
til sérefni þess.
Þegar aðrir sameiginlegir kaflar Matt. og Lúk., sem tals-
verður munur er á, eru gagnrýndir, verður niðurstaðan hin
sama og nú hefir sagt verið: Sumstaðar liggur sama gríska
heimildin til grundvallar, annars staðar, þar sem orðamunur
er í meira lagi, mismunandi þýðing úr aramaisku eða
munnleg heimild. Mjög viða sést upphaflega aramaiska
orðalagið skína i gegnum og má jafnvel á stöku stað finna
orðaleik, sem skilst þvi aðeins, að við aramaiskuna sé mið-
að (shr. Matt. 12, 41 n =£ Lúk. 11, 31 n; Lúk. 11, 41 Matt.
23, 26.1) Lesandinn er þar minntur á það, að „orðin“ hafi
verið skrifuð á aramaisku og liver hafi lagt út eflir föngum.
Enda liggur óneitanlega heint við, að orð Jesú og ræður liafi
í fyrstu verið færð i letur á því máli, er liann talaði sjáifur.
Allt þetta bendir til þess, að sameign Matt. og Lúk. sé ekki
eingöngu úr einni ræðuheimild, heldur fleirum, skriflegum
og munnlegum eða munnlegri. Það efni, sem er líkast, er
sennilega allt úr einni og sömu grísku heimildinni, hvort
sem hún hefir verið frumrituð á því máli eða þýðing úr
aramaisku. Ólíkara efni mnn úr frábrugðnum þýðingum á
grísku af aramaisku eða ritað eftir minni.2) Því er réttara
að nota orðið ræðuheimild í fleirtölu og heimfæra margar
helztu ályktanirnar um Ræðuheimildina upp á ræðuheim-
ildirnar að því breyttu, sem brevta her. Jafnframt skgldi
taka meira tillit til munnlegrar erfikenningar en fylgjendur
tveggja heimilda kenningarinnar hafa gert. Ræðuheimildir
koma þannig í stað Ræðuheimildar. Enda hafa sumir þeirra,
sem hafa haldið fastast fram kenningunni um Ræðuheimild,
játað, að þessu gæti verið þann veg farið. Harnack segir í riti
sínu um Ræðuheimildina, að flestir vísindamenn hallist að
kenningunni um liana og það af góðum og gildum rökum, en
1) Sbr. Wellhausen: Einleitung in die drei ersten Evangelien, bls. 13—21.
2) Sbr. W. Bussmann: Synoptische Studien II, bls. 110—156. Bussmann
greinir sameign Matt. og Lúk. sundur í tvö söfn af orðum Jesú, grískt og
aramaislct, og telur það siðarnefnda bina eiginlegu Ræðulieimild. Þessi
tilgáta hefir Jjegar vakið nokkra athygli meðal fremstu guðfræðinga Eng-
lands. Sjá V. Taylor: The Gospels, bls. 30.
Ef til vill kann það að verða fært með nákvæmri máifræðirannsókn og
samanburði á Gamla testamentinu á frummálinu og grísku þýðingun-
um af því, að greina það sundur, sem frumritað hefir verið á aramaisku
og grisku. Sbr. T. W. Manson: Teaching of Jesus, bls. 27.
10