Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 35
35
Jesú og atburðum úr lífi lians, enda vöktu postularnir yfir
því, að frumkristnin geymdi vandlega þennan arf. Þannig
mótast frásagnirnar og mynda sér ákveðinn farveg, en guð-
spjallamennirnir sækja efni sitt í þessa lifandi móðu, sem
var sameiginleg eign kristnimiar. Þess vegna verður sam-
hljóðanin svo mikil með þeim. Orðin voru þegar áður fallin
i fast form. En liinsvegar lilaut þó munnleg frásögn að liafa
nokkurt svigrúm lil tilbreytni, og einkum þá, er hún skifti
um húning og var flutt á grísku í stað aramaisku. Við þvð-
inguna gátu auðveldlega komið fram eitthvað frábrugðnar
útgáfur af sömu sögunni, eða orð Jesú fengið jdir sig mis-
munandi i)læ. Og hversu áreiðanlegar sem munnlegar frá-
sagnir eru, þá liljóta þær alltaf að vera meiri brevtingum
undirorpnar en skrifleg frásögn. Þaðan stafar svo mismun-
urinn, sem er á guðspjöllunum. Með þessum hætti verður
gerð skýr og skilmerkileg grein hæði fyrir samhljóðan og
ósamhljóðan guðspjallanna. Jafnframt er varpað ljósi yfir
það, livers vegna orð Jesú liaggist minnst i meðförunum og
höfuðatriðin, er mestu máli skipta; minni manna er svo farið,
að þeir muna hetur orð snillingsins en kringumstæðurnar,
þegar þau voru töluð.
„Hið mikla geymir minningin,
en mvlsnan og smælkið fer.“
J. K. L. Gieseler, háskólakennari á Þýzkalandi, gerðist
hrautryðjandi þessarar kenningar árið 1818 með riti sínu
„Historisch-kritisclier Versueh iiher die Entsteliung und die
frúliesten Schicksale der schriftlichen Evangelien“. Hann liélt
því fram, að munnlegt frumguðspjall lægi öllum Samstofna
guðspjöllunum að haki, það hefði orðið til hægt og hægt á
aramaisku meðal fyrstu lærisveina Jesú i Jerúsalem, og hefði
röð frásagnanna mótazt mikið af postullegu trúarjátning-
unni. Kenning hans hlaut samþvkki margra merkra guð-
fræðinga. Það er ekki lieldur neinn vafi á því, að hún gef-
ur mikilsverðar bendingar í rétta átt um elztu þróunina. Þó
getur hún ekki ein út af fyrir sig verið full ráðning á syn-
optiska vandamálinu, t. d. vantar með öllu skýringu á því,
hvernig standi á nákvæmri samhljóðan guðspjallanna á smá-
orðum, sem engu máli skipta og mönnum kom ekki til hug-
ar að hinda sig við, er þeir sögðu munnlega frá.
Á seinni árum hefir erfisagna-tilgátan verið tekin upp í
nokkuð hreyttri mynd, og verður skýrt frá því síðar.1)
l)Sbr. bls. 89.