Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 212
212
um Wellhausens,1) og einkanlega þá staðreynd, að hliðstæð-
ur orðamunur keniur fram á grískum þýðingum á liinum
hebreska frumtexta Gamla testam.2)
Nú gæti það virzt koma til mála, að þessar tvennu þýð-
ingar úr R2 liefðu verið fléttaðar hvor við sitt eintakið af
Ri áður en guðspjallamennirnir tóku þær upp í guðspjöll
sín, þannig að báðar heimildirnar liefðu þá þegar í sam-
einingu myndað R. En svo mun ekki vera, þótt eflaust sé
líkt um aldur þeirra. Því að þar sem Ri og R2 ná saman í
guðspjöllunum, þar er röðin í milli hvergi að kalla má hin
sama, eða miklu ólikari en ætla mætti, ef guðspjallamenn-
irnir hefðu haft þær fyrir sér i einu lagi. Sá, sem ber sam-
an niðurskipun versanna í R2, eins og hún er í guðspjöll-
unum, og' samband þeirra við R,, finnur ekki skyldleika í
milli.3) Röðin er nákvæmlega slík, sem við má lniast, ef guð-
spjallamennirnir liafa haft Ri og R2 fyrir sér hvora i sínu
lagi og ekki hirt um að fella þær saman, lieldur fléttað þær
inn i guðspjöll sín eftir því sem þeim þótti hezt lienta. Og
er þetta enn þá ljósara að því er til Lúkasar keniur, þar sem
Iiann lætur heimildir sínar mjög lialdast í því formi, sem
þær liggja fjrrir honum.
Hann notar bæði Ri og R2 þannig, að efnisskipun ritanna
kemur greinilega i ljós. Hann lætur heimildirnar lialda sér
sem mest í uppliaflegu samhengi, og er sambandið oft laust
milli einstakra setninga. Hann varðveitir vel orðalag þeirra,
þræðir það viða og leggur auðsjáanlega mikið kapp á, að orð
Jesú standi óhögguð. Þau eru honum of lielg og liá lil þess,
að liann vilji víkja þeim við. Þó koma fyrir allvíða smá-
vægilegar breytingar frá formsins hlið, er liann liefir litið á
sem lagfæringar til eðlilegra og hetra grísks máls. Einkum
liefir hann leiðrétt orðaröð í setningum og fágað setninga-
skipun. En efnisbreytingar leyfir liann sér ekki að gera
nema þar, sem aðrar heimildir grípa inn í.
Þannig gefur Lúk. sæmilega glöggva hugmynd um það,
livernig heimildarritin Ri og R2 muni hafa verið í aðalatriðum.
1) Sbr. Einleitung in die drei ersten Evangelien. Frá siðustu árum má sér-
staklega nefna rannsóknir W. Bussmanns, sbr. Syn. Studien II, bls. 123 nn.
2) Sbr. bls. 59.
3) Sbr. W. Bussinann: Syn. Studien II. bls. 150 nn.