Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 165
165
né trufla, eins og þessi mikli dagur sé þegar fyrir höndum.1)
Þeir munu spyrja hernaðartíðindi, en enn er endirinn ekki
kominn. Þjóð mun rísa gegn þjóð, landskjálftar munu verða
á ýmsum stöðum og hallæri. Þetta er upphaf fæðingarliríð-
anna. Lærisveinarnir munu færðir fjrrir landstjóra og kon-
unga og verða hataðir af öllum vegna nafns Krists. Síðan hirt-
ist táknið sjálft, viðurstyggð evðingarinnar þar, er ekki skyldi,
þá er fall Jerúsalem svo nærri, að þeir, sem i Júdeu eru,
eiga að flýja til fjalla í mesta skyndi. Enginn vafi er á því,
að kristnir menn hafa leitazt við að ráða þessi levndardóms-
fullu orð, sem minntu mjög á spádóma Gamla testam. og
Opinherunarrita Síð-gyðingdómsins. Þeir sjá þau rætast.
Hungursneyð gengur yfir alla heimsbyggðina á dögum Klád-
íusar (shr. Post. 11, 28) árið 46, landskjálftar verða í Laó-
díkeu 61, Pompeí 62 og í liéruðum í Armeníu, uppreisn er
hafin livað eftir annað í Palestínu, loks brýzt Zelótaupp-
reisnin fram 66, ógnir stafa af innrás frá hálfu Parta og
yfirleitt er ókyrrt í Rómaveldi um Nerós daga. Kristnir menn
eru leiddir fyrir landstjóra og konunga, þeir eru hataðir og
ofsóttir af því að þeir eru kristnir. Það er ekki að undra,
þótt söfnuðurinn í Róm sjái úrslitin nálgast og þrái þau.
Táknið mikla, er hoðar þau, er aðeins ókomið: „Viðurstygð
eyðingarinnar standandi þar, er ekki skyldi“. — „Lesarinn
athugi það“ — bætir Markús við, eða sá, sem áður liefir fært
Endurkomuræðuna i letur, þ. e. a. s. þessi orð, sem talað er
um af Daníel spámanni, Matt. 24, 15, verður að skilja
rétt. Enginn vafi er á því, livað orðin tákna í Daníelsbók
9, 27 og 11, 31 (shr. 8, 11 nn; 7, 8).2) Þau eru liöfð um
Zevsaltari, sem Antiokkus Epífanes Sýrlandskonungur
reisti á brennifórnaraltarinu í musterinu í Jerúsalem (sbr. 1.
Makk. 1, 54). En hvað tákna þau nú í hug Markúsar, er hann
skrifar: „Lesarinn athugi það“? Þau hljóta að hafa ákveðna
merkingu í huga hans. Síðustu 3 orðin í setningunni „Þegar
þér sjáið viðurstygð eyðingarinnar standa þar, sem ekki
slqjldi“ — á lielgum stað, þ. e. musterinu i Jerúsalem, eru
rétt skýrð í Matt. Gæti þá viðurstvggð eyðingarinnar á helgum
stað ekki blátt áfram verið sama sem eyðing musterisins?
Nei. Þrennt mælir sterklega gegn því. 1 fyrsta lagi er skv.
Mark. 13, 2 og 4 um að ræða fyrirboða þess, að musterið verði
1) Sbr. 2. Þess. 2, 2.
2) Sbr. Asimindur Guðimindsson: InngangsfræSi G. t. bls. 228.