Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 129
129
auknar í meðförunum, heldur af frásagnargleði þess eða
þeirra, sem sögðu frá upphaflega. Bókmenntasniðið, sem á
þeim er, bendir einnig til þess, að þær séu færðar all-snemma
í letur, eins og Dibelius heldur fram.1)
Síðan hætist meir og meir við þessa bókmenntagrein.
Munu margar af kraftaverkasögam þeim, er Samstofna guð-
spjöllin greina frú, skráðar á tímabilinu 50—65. En óvíst er
með öllu, að þeim hafi verið raðað saman i sérstök söfn. Að
sönnu liafa ýmsir fræðimenn bent á það, að órofa sam-
bandið milli kraftaverkasagnanna um Jesú og dóttur Jaír-
usar og blóðfalissjúku konuna (Marlc. 5, 21—43 og liliðst.),
og kraftaverkakaflarnir í Matt. (8. og' 9. kap.) væru menjar
um slík söfn, en ástæðan til þess, að sagan um lækningu
blóðfallssjúku konunnar er fléttuð inn i söguna um vakn-
ingu dóttur Jaírusar, mun hlótt áfram vera sú, að Jesús
læknar konuna á leiðinni til húss Jaírusar, alveg eins og
guðspjöllin segja frá, og það mun vera höfundur Matt. sjálf-
ur, sem raðar saman kraftaverkasögunum í 8. og 9. kap.
fyrir sitt leyti eins og hann raðar saman orðum Jesú í 5. -7.
kap. (Fjallræðan); þannig gefur hann glöggva lýsingu á háð-
um meginþáttunum i guðsríkisstarfi Jesú og undirbýr svar
Jesú við spurningu Jóhannesar: „Farið og kunngjörið Jó-
hannesi það sem þið lieyrið og sjáið: Blindir fá sýn og haltir
ganga, líkþráir hreinast og daufir lievra, og dauðir upprisa
og fátækum er boðað fagnaðarerindi".
Það er einnig mjög eðlilegt, að sá þáttur erfikenningar-
innar, sem siðast er ritaður, liafi ekki mótazt svo á tiltölu-
lega skömmum tíma, að sérstök söfn séu komin fram fyrir
samningu guðspjallanna.
Horft yfir strauminn.
Þegar liorft er yfir straum erfikenningarinnar i lieild
sinni, vekur það athygli, að ekki aðeins skylt efni leitar sam-
an, heldur einnig fjarskyldara. Orð Jesú, „dæmi", krafta-
verkasögur o. fl. renna saman í eitt. Um það bera guðspjöll-
in vitni.
I fyrsta kap. Mark. er lýsing á sólarhring í lífi Jesú (1, 16
—38). Til þess að gefa hana er raðað saman ýmiskonar at-
1) Sbr. bls. 95.
17