Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 104
104
haft yfir á safnaðarsamkomum og við kennsluna í kristnum
fræðum. En þegar stundir líða og kristnin breiddist lit, þá
vaknaði þráin til að rita það. Frásögnin er færð í letur og við
það tekur að miklu levti fyrir breytingar á framsetningunni.
Gildi kenning'arinnar.
Dæmi Bultmanns sýnir ])að glögglega, bve einstrengings-
leg kenningin um myndunarsögu guðspjallanna getur orðið
og út í bvílíkar öfgar unnt er að fara með hana. Samanburð-
ur hans á ýmsum guðsþjallafrásögnum og öðrum bókmennt-
um og tilraunir lians til þess að finna náið samband í miíli
verða stundum ósjálfrátt til þess að vekja liugsunina: Hinn
mikli lærdómur gerir þig óðan. Ilann telur iðulega um sömu
söguna að ræða í bókmenntum fjarskvldra þjóða, ef ein-
livers staðar koma fram líkingaratriði, enda þótt hvergi séu
sýnilegir nokkrir þætlir í milb í tíma né rúmi. Rætur erfi-
sagnanna í guðspjöllunum eru yfirleitt ekki sprottnar úr þeim
jarðvegi, sem liann liyggur. Hugmyndir lians um það, að
söfnuðurinn láti þær verða til án þess að nokkur fótur sé
fyrir þeim, svifa í lausu lofti. Sambandið við aðrar bók-
menntir myndi engan veginn skýra það fyrirbrigði, heldur
yrði það óskiljanlegt með öllu. 1 stað hverrar ráðgátu, sem
Bultmann liyggst að leysa með þessu móti, rísa aðrar miklu
stærri og torráðnari. Skýringarleið lians er að þessu levti
ófær. Engin fullnægjandi skýring er önnur lil en sú, að raun-
verulegir atburðir í æfi Jesú standi guðspjallsefninu að baki.
Þrátt fyrir skarplega og nákvæma sundurliðun minnir því
rannsókn Bultmanns á leit barnsins að laukkjarnanum, er
það reitir i)lað frá blaði, unz ekkert er eftir, allt tóm blöð. —
Sama er að segja um öfgar ýmsra annara vísindamanna á þessu
sviði, eins og t. d. G. Bertrams, sem telur trúargildi guðspjalla-
málanna nákvæmlega liið sama, livort heldur þau eru sann-
söguleg eða skáldskapur einn, og byggst að rekja myndunar-
söguna án þess að taka tillit til spurningarinnar um það.
En kenning þeirra Bultmanns befir þó að öðru leyti tals-
verl gildi fvrir bvern þann, sem tekur henni með nógu mikilli
gagnrýni, og markar hún að ýmsu sömu stefnu sem rit hinna
samberjanna, Dibeliusar, Scbmidts og Albertz.
Sjónarmiðið nýja, sem þeir benda allir á, liefir fullan rétt
á sér, og má ekki ganga fram bjá þvi. Menn verða að beita