Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 256
Tilvitnanir Didake í Matt. stj’ðja þessa skoðun, svo framar-
lega sem Didake er til orðin á Sýrlandi, eins og margir fræði-
menn hj'ggja og kemur ,mjög vel heim við þá staðliætti, er
endurspeglast í ritinu. Auk lielztu tilvitnananna, sem nefnd-
ar liafa verið, má t. d. benda á þessar: Did. 9, 3 n sbr. Matt.
10, 40; Did. 11, 7 shr. Matt. 12, 31; Did. 13, 1 sbr. Matt. 10, 10;
Did. 14, 2 sbr. Malt. 5, 24; Did. 15, 3 shr. Matt. 18, 15 nn og
Matt. 6, 2—15; Did. 16. kap. shr. ýms vers í Endurkomuræð-
unni, Matt. 24. Tilvitnanir þessar eru að vísu ekki nema að
nokkru leyti beinar tilvitnanir, en afstaðan til Matt. er lík
afstöðu prédikarans til texta síns, og sumstaðar er blátt
áfram skírskotað til guðspjalls drottins eða guðspjallsins, t.
d. í 8, 1 n: „Þér skuluð ekki fasta um leið og hræsnararnir,
því að þeir fasta annan og fimmta dag vikunnar. En þér
skuluð fasta hinn fjórða og á föstudag. Þér skuluð ekki lield-
ur biðjast fyrir eius og hræsnararnir, heldur eins og drottinn
liefir boðið í guðspjalli sínu: Faðir vor o. s. frv.“ (Sjá enn-
fremur 11, 3; 15, 3 n). Ekkert liggur beinna við en að þetta
guðspjall, sem haft er í huga, sé einmitt Matt.
Svipað er að segja um tilvitnanir Ignatíusar i Matt., nema
þær liafa enn meira gildi í þessu sambandi fyrir það, að
enginn minnsti vafi er á biskupsdómi Ignatíusar í Antíokkíu.
Hann ritar á öðrum áratugi 2. aldar sex stutt hréf til safn-
aða og eitt til Pólýkarpusar. Nokkur vafi leikur á því, livort
liann vitnar í þeim lil Lúk. og Jóh., en sé svo, þá er það að-
eins örsjaldan. Aftur á inóti virðast koma fram á eittlivað
fimmtán stöðum endurómar úr Matt. Nokkrar þessara jnáls-
greina minna að sönnu jafnframt á hliðstæður Mark. og Lúk.,
en þær fara næst orðalagi Matt. Auk fyrgreindra tilvitn-
ana sem skipta mjög miklu í þessu samhandi (einkum
Smyrn. 3, 15: „Suo að fullnægt verði öllu réttlæti“), eru
þessir staðir eftirtektarverðastir: Efes. 5, 2 sbr. Matt. 18,
19 n, og Pólýk. 1, 2 n sbr. Matt. 8, 17. Ennfremur er Igna-
tíus sá eini af postullegu feðrunum, sem víkur að meyjar-
fæðingunni og' leggur mjög mikla áherzlu á gildi henuar
(Efes. 18, 2; 19, 1; Trall. 9, 1; Smyrn. 1, 1), en Matt. fer
miklu fleiri orðum um meydóm Maríu heldur en I.úk. Sér-
staka athygli vekur það, er Ignatíus samfagnar Smyrnu-
búum jdir rétttrúnaði þeirra, að þeir skuli halda sér fast
við Krist, „sem sannarlega sé af ætt Davíðs eftir holdinu,
en sonur Guðs samkvæmt vilja Guðs og krafti, sannarlega
fæddur af mey og skírður af Jóhannesi til þess að hann skyldi