Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 157
157
sínu. Hann tók að lokum upp kross sinn og bar liann á eftir
Jesú, afneitaði sjálfum sér, en ekki drottni sinnm. Hann
hafði nú yfirgefið allt og fvlgt lionnm og lilotið laun sin.
Bætt var fvrir brot hans og þróttleysi. Veikleiki lians fyrr-
um sýnir það glöggt, hver kraftur Ivrists varð síðar í lífi
hans, og átti nú aðeins að minna þá, sem veikir voru, á það,
að Kristur gæti einnig orðið máttugur í þeim og stutt þá til
þess að ganga krossferilinn á eftir sér.
Stefna Páls postula er mörkuð skýrt í guðspjallinu, en þó
ekki með þeim hætti, að hún sé í andstöðu við kenningu
Péturs. Meginhugsanirnar eru hinar sömu sem hjá Páli, en
orðalagið annað. Páll vissi ekkert til sáluhjálpar annað en
Jesú Krist krossfestan og upprisinn, vitnishurður lians og
kenning voru um það, að hann lifði í trúnni á Guðs son,
sem elskaði liann og liefði lagt sjálfan sig í sölurnar fyrir
hann, um friðinn, sem ríkti í hjörtum kristinna manna i
samfélaginu við Guð fyrir drottin Jesú Krist, um náðina,
sem þeir ættn aðgang að, og vonina fagnaðarríku um dýrð
Guðs og kærleika, sem úthellt væri í hjarta þeirra. Þessar
hugsanir móta einnig guðspjallið. Höfundurinn veit, hvcr er
þungamiðja kenningarinnar, eða „orðið“ — sem hann nefnir
svo (sbr. t. d. 9, 10): Kvöl Jesú, dauði og upprisa samkvæmt
ráðsályktunum Guðs. Jesús er ekki Messías þrátt fyrir pínu
sina, lieldur einmitt vegna hennar. „Manns-sonurinn er ekki
kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna
og til þess að gefa líf sitt til lausnargjalds fvrir marga“.
Þau orð hefir höfundurinn eins og yfirskrift yfir píningar-
sögunni og raunar guðspjallinu öllu. Krossinn er levndar-
dómurinn heilagi, sem allt heinist að.1) En þetta var ekki
aðeins stefna Páls, heldur markaði hann þannig slefnu
heiðingjatrúboðsins vfirleitt. Og í þessum anda munu þeir
hafa starfað saman í Róm höfuðpostularnir miklu Pétur og
Páll. Þótt ágreiningurinn hefði orðið milli þeirra áður, þá
voru samvistir þcirra, safnaðarforstaða og dauði með þeim
hætti, að minning þeirra heggja i senn var tengd órofaþátt-
1) Þeir kaflar i Mark., sem telja má einna skj’ldasta stöðum í Páls-
bréfum, eru bessir: Endurkomuræðan (Mark. 13 sbr. 1. Þess. 4, 13—17;
2. Þess. 2, 1—15). Dæmisögurnar um guðsriki (Mark. 4, 1—34 sbr. Róm. 9—
11). Orð Jesú um afneitun og hneykslanir (Mark. 9, 30—50 sbr. Róm. 14, 1
—15, 13). Hreint og óhreint (Mark. 7, 1—23 sbr. 1. Kor. 10, 23 nn og Róm.
14, 8). Spurningin um son Davíðs (12, 35—37 sbr. Róm. 1, 3 n; 8, 34). Inn-
setning kvöldmáltiðarinnar (Mark. 14, 22—25 sbr. 1. Kor. 11, 23 nn).