Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 63
63
unum báðum og livergi fyllri samhljóðan á efnisskipuninni,
né jafnmikil. Væri það því mjög undarlegt að draga þá álykt-
un um fyrstu kaflana, að þeir heyrðu ekki Ræðuheimildinni
til, enda eru stílseinkenni á þeim ekki önnur en á hinuin sam-
eiginlegu köflunum. Hitt er nær sanni að lmgsa sér, að í Ræðu-
heimildinni liafi fylgt sumum orðum Jesú söguleg umgerð
eða inngangur, það gat verið nauðsynlegt til þess, að þau
skildust eða nytu sín að fullu. Næstu kaflarnir samkv. röð
Lúkasar eru einnig sögulegir á þann hátt: Þjónn hundraðs-
höfðingjans. Orðsending Jóhamiesar skírara. Þvi er ekki
frekar ástæða til að útiloka þá. Síðan taka við algerlega ræðu-
kaflar eða vers með örstuttum aðdraganda á stöku stað, sein-
ast Endurkomuræðan. En þá vaknar spurningin: Or því að
sögulegt efni var á annað horð í Ræðuheimildinni, gat henni
þá lokið með Endurkomuræðunni? Hlaut ekki að fara á eftir
píslarsaga Jesú? Um það, sem Jesús sagði þá, var sízt minna
vert. Var ekki eðlilegast, að rit, sem byrjaði á frásögn um Jó-
hannes skírara og skírn Jesú, endaði með því að lýsa, hvernig
Jesús hefði verið „kröftugleg'a auglýstur sonur Guðs fvrir
upprisu frá dauðutn“ (Róm. 1, 4) ? Og enn er það víst, að höf.
Lúk. hefir þekkt fyllri og að ýmsu leyti áreiðanlegri lieimild
um píslarsögu Jesú en Mark. og tekur hana víða fram yfir
það. Er sú heimild ekki niðurlagið á Ræðuheimildinni? Eitt
mælir þó sterklega í móti. Höf. Matt. hefir mjög miklar mæt-
ur á Ræðuheimildinni líkt og höf. Lúk. og styðst við hana
fram að því, er píslarsagan hefst, hræðir hana saman við
Markúsarheimildina. En eftir það fylgir liann fast frásögn
Markúsar, og þar sem hann fellir inn í hana, er það sérefni
hans. Um sameiginlega heimild hans og höf. Lúk. einna er
þar ekki að ræða. Slík notkun á Ræðuheimildinni er lítt hugs-
anleg, og' allra sízt þegar þess er gætt, að höf. Lúk. taldi hana
svo ágæta um þetta efui, að hann tók liana víða fram yfir
Markúsarheimildina. Af þessari ástæðu má álvkta, að píslar-
sagan liafi ekki verið í Ræðuheimildinni. Endurkomuræðan
var ekki álirifaminna niðurlag á henni. Því að um efni henn-
ar snerust hugir kristinna manna meir en nokkuð annað.
Píslarsagan féll ekki eins vel við hana að því leyti, sem þar
gætir miklu meir sögulegra athurða en orða Jesú.
Um upphaflega efnisskipun Ræðuheimildarinnar hefir ver-
ið mikill ágreiningur og er enn. Þó virðist það þegar við fjæsta
álit sennilegra, að röðin sé réttari hjá höf. Lúk. Því að liefði
orðum Jesú í Ræðuheimildinni verið skipað niður í langar