Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 185
185
eins og orðin „eftir Markúsi“ á handritum Mark.1) Menn
myndu naumast hafa byrjað á þvi á 2. öld að eigna guð-
spjallið Lúkasi, ef ekki hefði verið fjTrir þvi eldri erfikenn-
ing. Hefði það verið „anonymt“ (þ. e. höfundur ókunnur),
eins og t. d. Hebreabréfið, þá hefði mátt ætla, að það hefði
sætt sömu örlögum og það og verið eignað ýmsum.
Það sem sker úr í þessum efnum er samband Irnk. við
Postulasöguna. Hvorttveggja ritið er eftir sama manninn. Ytri
vitnisburðinn um guðspjallið og höfund þess verður því ekki
síður að hera saman við Postulasöguna en það sjálft, enda
mun vænlegra um árangur af því.
Guðspjallið og Postulasagan.
Bæði Lúkasarguðspjall og Postulasagan byrja á stuttum
formála eða ávarpi til manns nokkurs, Þeófilusar að nafni.2)
Segir svo í upphafi Post.: „Fvrri frásöguna samdi eg, Þeó-
fílus, um alt sem Jesús gjörði og kendi frá upphafi alt til
þess dags, er hann var uppnuminn". Þessi fvrri frásaga er
bersvnilega guðspjallið, enda eru allir fræðimenn sammála
um það. Hvorttveggja ritið er ekki aðeins tileinkað sama
manni, heldur er still og málfar hið sama og bvgging öll ná-
skyld. Guðspjallið segir nákvæmlega frá því, sem getur í
inngangi Post., og Postulasagan tekur upp þráðinn þar sem
lionum sleppir í guðspjallinu. Hún er framhald þess, sama
ritið mætti jafnvel segja, því að hún heldur áfram að skýra
frá starfi Jesú í andanum og sigurför fagnaðarerindis hans
um heiminn. Jesús lifir eftir himnaför sína hér á jörðu i post-
ulum sínum og lærisveinum þeirra. Og öll bygging ritanna
er einkennilega lík, eins og áður hefir verið bent á.3)
Nú eru í Post. nokkrir kaflar, þar sem sagt er frá í 1. per-
sónu fleirtölu, „Vér-kaflarnir“ svo nefndu. Þeir eru þessir:
16, 10—17; 20, 5—15; 21, 1—18; 27, 1—28, 16 og samkvæmt
texta Vesturlanda 11, 28.4) Förunautur og samverkamaður
1) Sbr. bls. 147.
2) Gamlar heimildir eru fyrir þvi, að hann hafi átt heima i Antíokkíu
eins og Lúkas.
3) Sbr. bls. 79—81.
4) Cambridgehandritið o. fl. Senniiega er þetta réttur texti, þvi að það
er skiljanlegra, að hann hafi horfið úr elztu handritum, heldur en að hon-
um hafi verið komið inn í þau (Zahn: Ev. Lucas, bls. 10). Hann er ljós og með
stílblæ höfundar. En textinn er á þessa leið: „Var mikill fögnuður. En
24