Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 139
139
að nokkru frá sama efni og þau, en mjög sjálfstætt og án
þess að liafa þau fyrir sér. Frásögnin liafi sumstaðar fengið
svipaðan ]jlæ og er á Jóhannesar guðspjalli. Stafar sú liking
annaðhvort af því, að háðir liöfundarnir liafa stuðzt við
sameiginlega heimild, eða höfundur Jóhannesarguðspjalls
hefir haft ókunna guðspjallið að heimild. Hið síðara getur
vel átt sér stað tímans vegna, þar sem ókunna guðspjallið
mun að líkindum samið á síðara hluta 1. aldax-. Skyldleik-
inn við Jóhannesarguðspjall bendir til þess, að það sé einnig
runnið frá erfikenningunni í Efesus.1)
1) Til pess að lesendur geti sjálfir áttað sig á þessum samanhurði, er
guðspjallsbrotið prentað liér:
I.
1. Og Jesús sagði við lögvitringana: Rcfsið sérhverjum meingerðamanni
og yfirtroðslumanni, en ekki mér ... 2. Og hann sneri sér að leiðtogum lýðs-
ins og mælti þessi orð: Rannsakið ritningarnar, sem þér hyggið að þér hafið
lífið i; það eru þær, sem vitna um mig. 3. Ætlið ekki, að eg sé kominn til
þess að ákæra yður fyrir föður mínum; sá er til sem ákærir yður, Móse,
sem þér hafið hyggt von yðar á. 4. Og þegar þeir sögðu: Vér vitum vel,
að Guð liefir talað við Móse, en um þig vitum vér ekki, hvaðan þú ert,
þá svaraði Jesús og sagði við þá: Nú er vantrú yðar ákærð ...
Sbr. Jóh. 5, 39, 45; 9, 29.
II.
5. Þeir réðu mannfjöldanum til þess að hera steinana saman og grýta
hann. 6. Og leiðtogarnir leituðust við að leggja hendur á hann, svo að þeir
gætu tekið hann og afhent mannfjöldanum, og þeir gátu ekki tekið hann, af
þvi að stundin var enn ekki komin, að hann yrði svikiun. 7. En hann sjálfur,
drottinn, gekk út mitt á meðal þeirra og skildi við þá. 8. Og sjá, líkþrár
maður kemur til hans og segir: Meistari Jesús, þegar eg var á ferð með
likþráum mönnum og át með þeim í veitingahúsinu, varð eg sjálfur einnig
holdsveikur. Ef ])ú því vilt, þá verð eg hreinn. 9. Drottinn sagði þá við hann:
Eg vil. Vertu hreinn. Og þegar í stað hvarf líkþráin frá honum. 10. Og
drottinn sagði við hann: Far og sýn þig prestunum ...
Sbr. Jóh. 8, 59; 10, 31; 7, 30, 44; 10, 39; Lúk. 4, 30.
Mark. 1, 40—42 =4 Lúk. 5, 12 n; 17, 14 Matt. 8, 2n.
III.
... 11. Komu til hans og tóku að freista hans með spurningu og sögðu:
Meistari Jesús. Vér vitum að ]>ú ert kominn frá Guði, því að verkin, scm ]>ú
gerir, hera þér enn æðra vitni en allir spámennirnir. 12. Seg oss því: Er rétt að
gjalda konungum það, sem rikisstjórn þeirra her? Eigum vér að gjalda þeim
eða ekki? 13. En Jesús vissi liugsanir þeirra, varð gramur og sagði við þá:
Hvers vegna kallið þér mig með munni yðar meistara, er þér hlýðið því
eigi, sem eg segi? 14. Vel spáði Jesaja um yður, er hann segir: Þessi lýður
heiðrar mig með vörum sínum, en hjarta þeirra er langt frá mér. Til eins-
kis tigna þeir mig, (er þeir kenna lærdóma), hoðorð (manna) . ..
Sbr. Mark. 12, 14 ^ Lúk. 20, 21 Matt. 22, 16; Jóh. 3, 2; 10, 25; I.úk. 6, 46;
Lúk. 18, 19; Mark. 7. 6 n Matt. 15, 7-—9.
IV.
... 15. Innilukt ... á staðnum ... þungi þess óveginn? 16. Og þegar þeir
voru í vandræðum með undarlega spurningu lians, þá nam Jesús staðar á