Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 105
105
athyglinni meir en verið liefir að því að rannsaka, livernig
farið var með arf minninganna um Jesú áður en Samstofna
guðspjöllin eru færð í letur. Enda er það vafalaust, að þegar
í fyrstu kristnu prédikununum muni liafa verið dregnar fram
til hvatningar og skýringar sögur um Jesú og tilfærð orð
hans. Kristnir menn vildu með því móti sannfæra bæði sjálfa
sig og aðra um það, að Jesús væri í raun og sannleika liinn
fyrirheitni Messías, og öðlast fulla vitneskju um það, hvernig
ríki lians mætti verða að veruleika meðal þeirra. Munnleg
erfikenning átli rætur sínar í lífinu, hún var, að kalla mátti,
knúin fram af fjölbrevttu lífi frumsafnaðanna, guðsdýrkun
þeirra og gleðiríku guðssamfélagi, margskonar vandamálum,
þrengingum og ofsóknum, er þeir þoldu. Hún er aftureld-
ingin á undan guðspjöllunum, svo að við lestur þeirra má
eins og heyra mál lærisveinanna og Jesú sjálfs.
Frásögurnar í guðspjöllunum eru einnig, eins og þessi
kenning heldur fram, hver um sig óskoruð heild, og liafa
mvndazt þannig flestallar. Verða guðspjöllin liðuð sundur
með þeim liætti, að það komi skýrt í ljós. Þó er píslarsagan
undantekning frá þeirri reglu,1) og ýmsar frásögur og um-
mæli Jesú hafa verið felld saman í lengri eða skemmri þætti
áður en guðspjallamennirnir tóku þau upp.
Loks er það réttmætt til glöggvunar og vfirlits að greina
sundur frásagnirnar um Jesú og ummæli hans, skipta hvorum-
tveggja í flokka og kanna eftir föngum lögin fyrir mótun
þeirra hvers um sig. En þess er ekki að dvljast, að mörkin í
milli flokkanna eru óskýr, eins og hezt sést á þvi, að frumherjar
kenningarinnar og fvlgismenn þeirra fara í þeim efnum nokkuð
sína götuna hver og setja skilin ekki alstaðar með sama liætti.
Sennilega liafa þessi mörk milli flokkanna aldrei verið skýr,
né þeir gert sér þeirra Ijósa grein, er röðuðu saman minning-
unum um Jesú; einnig er varhugavert að telja þróun frásagna
um sannsögulega atburði hliðstæða mótun þjóðsagna.
En eftir því sem þetta skilst hetur, má gera ráð fyrir ör-
uggari niðurstöðum við rannsóknir komandi ára.
Kenningin um myndunarsögu guðspjallanna er þannig svo
merk og mikilsverð, að hverjum þeim er skylt að taka tillit til
liennar, sem gera vill sér vísindalega grein fyrir því, livernig
erfikenningin krislna liefir fengið ákveðið form i Samstofna
guðspjöllunum, og hver afstaða þeirra er hvers til annars.
1) Sbr. bls. 96—97.
14