Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 272
272
hefir yfir að ráða. 1 ræðunni, sem Jesús flytur, er hann
sendir postulana og sett er saman úr Mark. og R2, í Matt. 10,
koma sérstaklega fram tvö slík vers: „ Leggið eigi leið yðar
til lieiðingja og gangið eigi inn i nokkura borg Samverja;
en farið lieldur lil hinna týndu sauða af húsi ísraels“ (5—6.
v.). Og síðar í sama kaj). er vers í líkum anda: „Sannlega
segi ég yður, þér munið alls eigi ljúka við borgir ísraels
áður en manns-sonurinn kemur“.') Það er þegar augljóst,
að þessi orð geta ekki verið frá höf. Matt. sjálfum, sem
skrifar guðspjall sitt á árunum 80—85 og liefir að niðurlags-
orðum þess hoð Jesú til lærisveina sinna um að kristna
allar þjóðir. Sennilegra mætti þykja, að orðin liefðu staðið
í R, en Lúkas felli þau úr sökum þess, hve þau voru í gyð-
inglegum anda. En móti því mæla tvenn rök. Annarsvegar
virðast hvorki R^ né R- hafa verið í gj’ðinglegum anda. í
þeim háðum eru meira að segja orð, sem halda fram trúar-
þroska heiðinna manna fram yðir Gyðinga og hrjóta niður
skorðurnar, er greindu Gyðinga frá öðrum þjóðum. 1 Rt er
sagan um liundraðshöfðingjann i Kapernaum og i R2 orðin:
„Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til horðs
með Abraham og fsak og Jakob í liimnariki, en sonum ríkis-
ins mun verða varpað í myrkrið fyrir utan“ (Matt. 8, 11 n
Lúk. 13, 28 n). Það væri mjög ólíklegt, að i ekki lengri
heimildum stæðu lilið við lilið ummæli, er færu í báðar þess-
ar áttir. En í löngu guðspjallsriti er það ekki óeðlilegl, þótt
hvortveggja stefnan komi fram, einkum þegar þess er gætt,
að guðspjallamaðurinn er fastheldinn við orðalag heimilda
sinna. Hinsvegar kemur gyðingleg stefna hvergi fram í Matt.
annarsstaðar en í sérheimild þess, eða þar sem Ri og RL. eru
hræddar saman við einhverja aðra heimild. Þessvegrta mun
óhætt að álykta, að Matt. 10, 5 n heijri sérheimild guð-
spjallsins til.
Út frá því bregður svo bjartara skilningsljósi vfir þessa
heimild alla. Hún er runnin frá erfikenningu kristinna
manna á Gyðingalandi. Þeir liafa lagt mesta álierzlu á að
varðveita og vitna til þeirra orða Jesú, sem þeim virtust
tryggja það bezt, að gyðing-kristileg stefna þeirra væri rétt.
Þetta kemur einnig heim við það, sem þegar liefir verið
tekið fram um hernskusögurnar og sumt annað sérefni Matt.
Skal nú aftur rennt augum í svip vfir sérheimildina með það
1) Sbr. bls. 81—82.