Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 110
110
segja án þess a'ð eitthvað héldist af upphaflegri snild. „Ein-
falt er jafnan hið háa“, og sígild spekimál búa }7fir mætti
til sjálfsvarðveizlu. Enda setti Jesús vafalaust boðskap sinn
fram í þessu formi, til þess að menn skildu hann betur og
myndu hetur. Sæðið, sem féll í góða jörð, bar ávöxt þrítug-
falt, sextugfalt og hundraðfalt.
„Og orðrómurinn um .Tesú l>arst út“, þegar er hann hóf
almannastarf sitt. Alþýðan skýrði frá því með undrun og
aðdáun, en hrifningin var minni hjá fræðimönnum og Fari-
seum, og er fram liðu stundir, tóku þeir að „liugsa illt i hjört-
um sínum“. Erfikenningin, er mvndast lijá þeim, liggur ekki
fyrir hér til atliugunar, en margt verður ráðið um liana bæði
af guðspjöllunum og gyðinglegum ritum um Jesú, er síðar
koma fram. Sögurnar, sem berast meðal alþýðunnar um
Jesú, eru sagðar á aramaisku, eðlilega og blátt áfram eins
og óbreytt alþýðufólk segir frá. Þó hefir þeirra eflaust verið
mikill munur eftir því, hverir sögðu frá, hvort þeir voru
sjálfir sjónarvottar að atburðunum, lærisveinar Jesú og vin-
veittir bonum, eða ekki, og yfirleitt eftir þvi andlega þroska-
stigi, sem þeir stóðu á. Sú kvísl erfikenningarinnar, sem fell-
ur um Samstofna guðspjöllin, er vafalaust runnin beint frá
uppsprettunni liimintærri, þar sem einlægir vinahugir mynda
farveginn. Alþýðumenn lýsa fyrstir atburðunum eins og
þeir koma þeim fyrir sjónir, og vakir ekkert annað fyrir þeim
en að skýra frá satt og rétt. Þessi alþýðlegi blær liefir verið
mestur í upphafi, en nokkuð kann þegar að hafa dregið úr
honum á fyrsta ári kristninnar í Jerúsalem, er „mikill fjöldi
presta gekk til hlýðni við. trúna“ (Post. 6, 7).
Erfikenning’in tekur að mótast á grísku.
Næstu árin eftir dauða .Tesú og upprisu (um 30) var mið-
stöð kristninnar í Jerúsalem. Að vísu mynduðust söfnuðir og
efldust um Gyðingaland, eins og t. d. í Sesareu og Kapernaum,
en þungamiðja kristnilífsins var i söfnuðinum í höfuðhorg-
inni. Þar voru postularnir tólf saman í fyrstu, móðir .Tesú
og bræður lians (Post. 1, 14). Máttarstoðir þess safnaðar voru
þeir postularnir Pétur og Jóhannes, og Jakob, bróðir drott-
ins, og varð liinn síðast taldi aðalforingi lians, er stundir
liðu. Var kristnum mönnum ljúf og eðlileg tilhugsun að lilíta
ráðum og' forsjá elzta karlmannsins i fjölskyldu Jesú, unz