Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 119
119
Mikið af orðum Jesú liefir haldizt nálega óbrevtt í meðförun-
um af þeim ástæðum, sem fyrr greinir.* 1 II. III. IV. V.) En önnur hafa nokkuð
mótazt til, ekki sízt við það, að tekið var að raða einstökum
ummælum saman í ræður eða ræðukafla. Um þá mótun munu
sennilega hafa ráðið mestu hvatirnar og lögmál þróunarinn-
ar, sem ríkir á þessu sviði og Dihelius hefir lýst.2)
Einstök unimæli Jesú eru eflaust færð í letur mjög snenima,
en sennilega reglulaust og skipulagslaust í upphafi.3) Menn
rituðu þau upp hjá sér til þess að eiga þau þannig og til þess
að vera vissir um að fara rétt með þau. Sérstaklega fundu
þeir lijá sér hvöt til þess, sem vildu vera boðendur orðsins.
Og þeir voru margir, sem fluttu það á einhvern hátt, þótt
ekki væri nema lítill hluti þeirra prédikarar eða beinlínis
kennendur. En kennendurnir verða vísast fyrstir til þess að
safna orðum Jesú saman, og myndast* þannig smásöfn hægt
og hægt i söfnuðunum. Þegar svo söfnuður sendir frá sér trú-
boða, er ekkert líklegra en að lionum yrði fengið slíkt safn í
liendur lil stuðnings starfi lians.
Þesskonar smásafn fundu enskir vísindamenn 1897 í sand-
inum í Belmesa (Oxyrhynchus) á Egiptalandi. Það er ritað
á sefpappírsblað um miðja 2. öld. Þar er raðað saman orð-
um, sem Jesús liefir sagt við ýms tækifæri. Formið er mjög
fornlegt. A undan liverri málsgrein stendur jafnan: Jesús
segir. Sumar setningarnar minna mjög á orð Jesú í Nýja
testam., einkum í Fjallræðunni, en aðrar eru nýjar:
„. . . þá inunt þú sjá til að draga út flísina, sem er i auga
hróður þíns.
Jesús segir: Ef þér ekki hafnið lieimi, munuð þér ekki
finna Guðs ríki, og ef þér haldið ekki hvíldardaginn, munuð
þér ekki sjá föðurinn.
1) Sbr. bls. 106—110.
2) Sbr. bls. 92 nn.
3) Slík unnnæli cr einnig að finna annars staðar en í Nýja testamentinu.
Hafa þau verið nefnd „Agrapha“, 1>. e. hin órituðu. Þessi orð hafa verið
rannsökuð nákvæmlega, og er niðurstaðan sú, að aðeins fá þeirra geti verið
eftir Jesú. Meðal þeirra eru ]>essi:
I. Verið áreiðanlegir víxlarar.
II. Biðjið um hið mikla, og yður mun Iilotnast bið iitla. Biðjið um bið
himneska, og yður mun hlotnast hið jarðneska.
III. Sá sem er nærri mér er nærri eldinum, en sá sein er fjærri mér er
fjærri rikinu.
IV. Vegna hinna vciku hefi eg orðið veikur og vegna hinna hungruðu
hefir mig hungrað, og vegna hinna þyrstu hefir mig þyrst.
V. Veröldin er brú; far yfir hana, en reis þér ekki hústað á henni.