Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 219
219
komin, gekk liann undir borð og postularnir með lionum.
Og hann sagði við þá: Hjartanlega hefi eg þráð að neyta
þessarar páskamáltíðar með yður áður en eg líð“ (22, (14)
15). En sjálfstæð heimild að píslarsögunni hefði þó trauðla
byrjað á þessum orðum, heldur liefði hún liaft nokkurn að-
draganda. Svo er þess að gæta, að fyrnefndir sérefniskaflar
Lúkasar era eins og súlurnar, sem píslarsagan hvílir á,
línurnar benda upp í háhvelfinguna og því skýrar sem lengra
liður, ailt frá orðunum í 9, 51: „En er að þeim tíma leið, að
liann skyldi uppniiminn verða" o. s. frv. Kaflarnir virðast
allir hluti af sömu heild, cn fullkominn heildarsvipur fæst
þá fyrst, er helgidómur frásögunnar um píslir Jesú, dauða
og upprisu livelfist yfir. Mun Jwí réti að álykta, að megin-
þáttur píslarsögu Liik., þ. e. sérefni liennar, sé framhald þess-
ara kafla. Stílseinkennin eru hin sörnu á þeim og lxenni og
blærinn yfir helzt ábreyttur.
Ástæðan til þess, að bilið er óbrúað milli sérefniskaflanna
og píslarsögunnar, sést að sönnu ekki með vissu. En hún
gæti t. d. verið sú, að upphaf píslarsögunnar væri að efni
til hið sama sem Lúk. 22, 1—13. Einnig mælli henda á fleiri
eðlilegar orsakir í því samhandi, þótt út í það verði ekki
farið.
Tilgála Streeters um þetta sérefni Lúkasar, eða L, er mjög
sennileg, að það eigi rót sina að rekja til dvalar Lúkasar í
Sesareu og annars síaðar á Gyðingalandi fangelsisár Páls
postula, 58—60.1) Þótt fleiri og fleiri rök kunni með liðandi
árum að verða færð gegn kenningu lians um Frum-Lúkasar-
guðspjall, þá mun þessari titgátu tians trauðla lmekkt né
þeim líkum, er hann her fram henni til styrktar.2) Með þessu
er þó engan veginn átt við það, að allt þetta efni sé þaðan
komið. Erfikenning Antiokkíusafnaðarins, munnleg og skril'-
leg, hafði liaft hin meslu áhrif á hug Lúkasar. Öndvegis-
heimild lians, Rls var vísasl frá Antíokkíu, R2 ef til vill einnig
að nokkru leyti. Frásögnin, er hann liafði heyrt þar eða lesið
um það, „sem Jesús gjörði og kendi frá upphafi“ (Post. 1,
1), lifði í sálu tians. Nú var tækifærið, er hann dvaldi um hríð
á Gyðingalandi, til þess að ganga éir skugga um áreiðanleik
þeirrar frásögu, er liann liafði lieyrt af annara vörum. Þá þeg-
1) Sbr. bls. 79—80.
2) Sbr. V. Taylor: Behind tbc Third Gospel, bls. 177—179, og The Gospels,
bls. 40—48.