Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 240
240
eins og boðorðin eða spádóma Gl. t., og kristnir menn síðar
orð Jesú. Papías vill gefa það til kynna, að Matteus liafi
safnað saman orðum Jesú og þannig myndazt orðasafn á
aramaisku, sem hver liafi þýtt eftir föngum. Þelta safn
liefir verið kennt við Matteus, og þegar því er svo steypt
saman við Mark. og annað efni og Matteusarguðspjall vort
verður til, þá flyzt Matteusarheitið frá safninu yfir á það.1)
Sumir ætla, að þessi Logía Matteusar sé sameign Matt. og
Lúk. einna. Aðrir vilja engan dóm á það leggja, lieldur
álykta aðeins, að þetta safn sé að finna í Matteusarguðspjalli
eins og það er nú. Það liafi hætt að vera til sem sjálfstætt
safn, þegar það sameinaðist hinu mikla guðspallsriti.
3. „Orðin“ eru Gl. t. orð (shr. Róm. 3, 2), en ekki orð Jesú.
Þau eru spádómar þess um hann, dicta probantia, guðinn-
hlásnar sannanir fyrir því, að hann var sá, sem liann sagð-
ist vera, hinn fyrirheitni Messías þjóðar sinnar og frelsari
heimsins. Þau eru vopn kristinna manna til sóknar og
varnar í baráttunni við Gyðinga. Þau eru eitt af sérkenn-
unum á Matteusarguðspjalli og sýna, hvernig iíf Jesú, dauði
og upprisa létu allt það rætast, sem spámennirnir liöfðu
sagt fyrir um liann.2) Það var engin tilviljun, að Gyðingur-
inn Matteus skyldi safna slíkum orðum.
Hvert um sig af þessum þremur svörum hefir nokkuð til
sins máls. En þó liggur hið fvrst nefnda beinast við, að minnsta
kosli í fljótu bragði séð, og svo hefir kirkjan litið á lengst
af á liðnum öldum. Má því segja, að ytri vitnisburðir séu
sterkir fyrir því, að Matteusarguðspjall vort sé eftir Matteus
postula — einróma erfikenning kirkjunnar ef til vill svo langt
sem hún verður rakin. En engir eldri vitnisburðir fara í
gagnstæða átt, svo að kunnugt sé.
Er dómur Papíasar réttur?
Papías liefir það fram yfir marga fræðimenn frumkristn-
innar, að hann nefnir iðulega heimildarmenn að þvi, sem
hann liefir að segja. Hann vitnar líkt og Ari fróði lijá oss
lil þeirra, sem „langl mundu fram“. Hann hafði umgengizt
ýmsa þá, er verið böfðu lærisveinar postulanna. Hann þekkti
1) Sbr. bls. 246.
2) Sbr. bls. 25.