Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 187
187
getur Lúkasar raunar ekki í Pálsbréfum, en það ósannar
engan veginn, að hann liafi þegar áður verið samverkamaður
lians og brýtur ekki á neinn hátt í hág við frásögnina í „Yér-
köflunum“. Yfirleitt kemur allt það, sem vitað verður um
Lúkas af Pálsbréfunum, vel heim \dð það, að hann sé höf-
undur „Vér-kaflanna“. Hann er fylgdarmaður Páls, starfs-
hróðir hans, læknir, og þar af leiðandi vel menntaður maður.
En um svo menntaða menn hefir verið harla fátt í frum-
kristninni (shr. 1. Kor. 1, 20 nn). Grískan á „Vér-köflunum“,
smekkvísin og fegurðarhlærinn vfir stilnum hera vitni um
menntaðan mann, og margt í þeim hendir einmilt til þess, að
læknir riti svo. Mikil áherzla er lögð á lækningar og frá
þeim sagt af lífi og sál. Einkum má nefna í því samhandi
lækningu föður Púhlíusar á Ivrít. Hann „lá sjúkur með liita-
köstum og hlóðsótt og gekk Páll inn til hans og baðst fvrir
og lagði liendur jrfir liann og læknaði hann“ (28, 8). Því
næst heldur frásögnin áfram á þessa leið: „Og eftir að þetta
hafði við borið, komu þeir aðrir, er sjúkir voru á evnni, og
urðu læknaðir. Og liöfðu þeir oss líka í miklum hávegum
(28, 9 n)“. í þessum orðum liggur það ekki, að Páll einn liafi
læknað og þakklátsemin við hann síðan lcomið einnig niður
á förunautum hans, heldur hitt, að sögumaðurinn sjálfur
tekur sinn þátt í lækningunum. Annars hefði hann tekið það
skýrt fram, að Páll ætti allan heiðurinn af því. Honum hefir
auðsjáanlega ekki verið gjarnt til að eigna sér það, sem Páli
bar, og greinir sig þess vegna stundum frá honum af ásettu
ráði. Þá styður sjálft orðalagið það, að liöfundurinn sé
læknir, eða vel að sér í læknamáli þeirra tíma. Hafa ýmsir
ágælir vísindamenn nálega talið það sannað, eins og IIo-
hart,1) Zalin og Harnack, en rök þeirra eru þó ekki eins þung-
væg og ætla mætti, því að enginn meginsmunur hefir verið
á læknamáli og alþýðumáli þeirra tíma.
Enn dylst það engum, sem „Vér-kaflana“ les, að liöfundur
þeirra elskar Pál af öllu hjarta. Hann er staddur með hon-
um í Míletus, þegar safnaðaröldungarnir frá Efesus koma
þangað að kveðja hann, og má því telja víst, að eftir liann
séu einnig versin í 20, 18—38, er tengja saman 2. og 3. „Vér-
kaflann“. Þar er einhver fegursta lýsing á kveðju og skiln-
aði, sem til er í heimsbókmenntunum. Öldungarnir koma
ofan að sjónum og Páll mælir til þeirra ástúðlegum livaln-
1) The Medical Language of St. Lukc. 1882.