Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 215
215
Hér hefir Lúkas tvær frásögur úr Rx, og er honum það
fjúlilega ljóst, livar þær eiga að falla inn. Hann hefir söguleg-
an inngang að þeim og hrúar loilið milli þeirra. Hann fer
þannig með söguefni sitt, að það myndar að vissu leyti um-
gerð um þær. Þær eiga að greypast fast inn í það.
2. Annar kaflinn nær yfir 6, 20—8, 3. í honum er þetta efni:
Fjallræðan (R, og R2): 6, 20—49.
Þjónn hundraðshöfðingjans (Ri): 7, 1—10.
Sonur ekkjunnar í Nain: 7, 11—17.
Orðsending Jóhannesar skírara (Ri): 7, 18—35.
Bersynduga konan: 7, 36—50.
Iíonurnar frá Galíleu: 8, 1—3.
f þessum kafla sést enn l)etur, liver meginþáttur heimild-
irnar Ri og R2 eru. Þær eru uppistaðan i honum. Sérefni
Lúkasar er tengt við þær á mjög auðskilinn hátt, frásagan
um son ekkjunnar í Nain t. d. með þessum orðum við sög-
una á undan: „Og skömmu síðar har svo við, að hann fór til
borgar, sem heitir Nain; voru þá í ferð með honum lærisveinar
hans og mikill mannfjöldi“ (7, 11). En frásagan öll undir-
býr svar Jesú við orðsendingu Jóhannesar: „Farið og kunn-
gjörið Jóhannesi það, sem þið hafið séð og lieyrt: „Blindir
fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir Iieyra,
dauðir upprísa og fátækum er hoðað fagnaðarerindi“. Á
eftir orðunum í niðurlagi ræðu Jesú: „Vinur tolllieimtu-
manna og syndara“ velur svo Lúkas stað sögunni um her-
syndugu konuna, sem smurði fætur Jesú, kyssti þá og laug-
aði í tárum, og segir því næst frá órofatryggð kvenna og
fylgd við hann.
3. Þriðji kaflinn er miklu lengstur, frá 9, 51—18, 14. Þar er
Ri framan af uppistaðan. F}æsta frásagan, „Óvinveittir Sam-
verjar“, er að vísu sérefni Lúkasar. Hún er upphaf að ferða-
sögu Jesú og lærisveina hans til Jerúsalem og nauðsynlegur
inngangur að ræðurn þeim, er á eftir fara. Má síðan heita, að
mestallur kaflinn 9, 57—10, 241) sé óslitinn úr Rx. 1 sambandi
við ferð Jesú um Samaríu vill Lúkas koma að dæmisög-
unni um miskunnsama Samverjann, en eðlilegur aðdragandi
að henni er samræða .Tesú við lögvitringinn um hoðorðin
miklu, að elska Guð af öllu hjarla og náungann eins og sjálf-
an sig. Dæmisagan er skýring á hinu síðarnefnda. Næsta
1) Sbr. bls. 65; 205.