Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 156
156
andi til lians út á veginn og honum farið að þykja vænt um
hann. Og oftar sést það, liversu augnaráð Jesú liefir orðið
mönnum minnisstætt og svipur lians. Þegar liann fékk boðin
um það, að móðir lians og bræður væru að spyrja um sig,
þá renndi hann augum yfir þá, er kringum hann sátu og
sagði: Sjá, liér er móðir mín og hræður mínir“. Eða þegar
Farísearnir þögðu við spurningu hans, livort leyfilegt væri
að líkna nauðstöddum manni á hvíldardegi, þá renndi liann
augum yfir þá með reiði, angraður yfir luirðúð hjartna þeirra.
Hver er þessi sjónarvottur, sem mest kveður að? Jafnvel
þótt orð Jóhannesar safnaðaröldungs hefðu fallið í gleymsku,
þá myndi þorri vísindamanna engu að síður hafa talið Pétur
lang-liklegastan til þess.
Þrátt fyrir þetta viija sumir guðfræðingar linekkja þeirri
skoðun, að Pétur sé heimildarmaður Markúsar, er liann
semur guðspjall sitt, og hera þeir einkum fram tvenn rök í
því skyni. Önnur þau, að Pétri sé lítt horin sagan í guðspjall-
inu, og liin þau, að það séu fyrst og fremst trúarliugsanir
Páls postula, sem móta guðspjallið.
Hvorttveggja þetta má til sanns vegar færa.
Pétri er sízt hlíft í guðspjallinu. Þegar hann her fram játn-
inguna við Sesareu Filippí: Þú ert Ivristur, þá er þess ekki
geiið eins og í Matt., að Jesús fari neinum viðurkenningar-
orðum um liann, heldur mælir Jesús til hans rétt á eftir
þungum orðum: „Haf þig á hurt frá mér, Satan, því að þú
liugsar eigi um það, sem Guðs er, heldur það sem manna
er“ (Mark. 8, 33). Við ummyndun Jesú mælir Pétur þessum
harnalegu orðum: „Gjörum þrjár tjaldhúðir, þér eina, og
Móse eina og Elía eina“ (Mark. 9, 5). Hann liefir orð fyrir
liinum tólf og segir: „Sjá, vér höfum jdirgefið allt og fylgt
])ér“ (Mark. 10, 28). En .Tesús svarar með varnaðarorðunum:
„En margir þeir, er fyrstir eru, skulu verða síðastir, og hinir
síðustu fyrstir“. Og nóttina, sem .Tesús er svikinn, lýsir Pétur
sterkustu orðum öruggri fylgd við liann, en þegar á reynir,
getur hann ekki vakað með honum eina stund og neitar
því þrisvar, að hann þekki .Tesú (14. kap.). — En hverjum
væri freniur ætlandi að lialda svo á lofti veikleika og ávirð-
ingum höfuði)ostulans heldur en einmitt honum sjálfum? Hitt
kann að vekja furðu, að andlegur sonur lians, Markús, skuli
einnig gera það. En allt verður þetta auðskilið, ef Pétur liefir
þá liðið píslarvættisdauða og líf lians og skapgerð hirtast í ljóm-
anum af því. Hann hefir laugað af sér vanvirðuna með hlóði