Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 270
270
liafi sett hann saman.1) En þetta mun ekki rétt. Því að þótt
hugmyndin um eilífa refsingu i eldi Gehenna heyri gyðing-
dóminum til, þá er þungamiðjan í dómslýsingunni öllum
gyðingdómi ofar, hafin í hæslu liæðir kristindómsins: „Svo
framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna
minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það“. Um trúar-
játningu varðar ekki mest, heldur kærleiksverk, sem unnin
eru af einlægum hug. Hvorttveggja er þetta í dýpstu sam-
hljóðan við kenningu Krists annarsstaðar og mælt af sömu
andagift og snilli og t. d. orðin í 7, 21: „Ekki mun hver sá,
er við mig segir: Herra, lierra, ganga inn í himnaríki, heldur
sá er gjörir vilja föður míns, sem er í himnunum“, og 18, 5:
„Hver sem tekur á móti einu sliku barni í mínu nafni, liann
tekur á móti mér“. Guðspjallamaðurinn stijðst vafalaust við
erfikenningu,2) munnlega eða skriflega, en vel má vera, að
hann hafi mótað orðalagið á þessum kafla meir en víðast
hvar annarsstaðar i guðspjallinu og bætt nokkru við frá
sjálfum sér.
11. I frásögunni um píslir Jesú, dauða og upprisu í 27. og
28. kap. er nokkurt sérefni á stöku stað fléttað inn í Mark-
úsarheimildina.
a. Lengstur er þar þátturinn um æfilok Júdasar, 27, 3—10.
Hann er ekki í samhljóðan við frásögn Lúkasar í Post. 1, 18 n
og þessvegna trauðla runninn frá þeirri erfikenningu, sem
Lúkas þekkti, livorki frá Antíokkíu né Sesareu. Frásagan er
staðbundin, nátengd Hakeldama, Blóðakrinum í Jerúsalem.
Lærður Gyðingur hefir fært hana í þann búning, sem er á
henni í Matt. Það sýnir niðurlagið, þar sem leitazt er við að
sanna, að spádómur í Gamla testam. hafi rætzt við þessa
atburði. Ef til vill er þessi lærði Gyðingur enginn annar en
guðspj allamaðurinn sjálfur.
b. Málsgreinarnar, sem fléttaðar eru inn i píslarsöguna,
bera vitni þess, að komið sé á það þróunarstig erfikenningar-
innar, að fyrsti vísir að helgisögnum sé að myndast.3) Apo-
krýfur blær er að gera vart við sig, en þó aðeins í fyrstu
byrjun, þar sem sögurnar eru svo fáorðar.4) Greinilegastur
er helgisagnasvipurinn á frásögunni um það, að grafirnar
1) C. G. Montefiore: The Synoptic Gospels II, bls. 323.
2) Sbr. t. d. Burldtt: Christian Beginnings, bls. 37.
3) Sbr. bls. 252.
4) Sbr. t. d., bve aprokrýfa ritiS, Acta Pilati, frá 2. öld, hefir verið niiklu
fjölorðara um konu Pílatusar.