Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 164
164
Mark. 13, 14.
14 En þegar þér sjá-
ið viðurstygð eyð-
ingarinnar
standa þar,
er ekki skyldi, — les-
arinn athugi það —
þá flýi þeir, sem eru
í Júdeu, til fjallanna.
Lúk. 21, 20—21 a.
20 En er þér sjáiðJe-
rúsalem umkringda
af herfylkingum, þá
vitið, að eyðmg
lrennar er í nánd.
21 Þá flýi
þeir, sem eru í Júd-
eu, til fjallanna.
Matt. 24, 15—16.
15 Þegar þér því
sjáið viðurstygð ej'ð-
ingarinnar, sein tal-
að er um af Daníel
sþámanni, standandi
á helgum stað, — les-
arinn athugi það —-
10 þá flýi þeir, sem
eru í Júdeu, upp á
fjöllin.
Mark. og Matt. eru alveg samhljóða um þetta dularfulla
spámannlega orðalag: „Yiðurstygð eyðingarinnar“, „fiöéXvyga
ryg lQyjud)OEcos“, sem á rót sína að rekja til Danielsbókar (9,
27), en höf. Lúk. víkur frá því, leitast við að útskýra það.
Viðurstyggð eyðingarinnar liefir í augum hans verið ógn-
irnar, sem dundn yfir Jerúsalem. Koma herfylkinganna var
merkið fyrir kristna mcnn í horginni um það, að þeir skyldu
taka sig upp og forða sér.1) Af þessu telja fjölmargir vis-
indamenn það öruggt, að guðspjallið sé samið fyrir eyðingu
Jerúsalemborgar árið 70, eða að minnsta kosti áður en tíð-
indin um fall hennar bárust til Róm.
En rökfærsla út frá algerðri þögn um merkustu atburði
getur verið hæpin nema undir alveg sérstökum kringum-
stæðum.
Þær kringumstæður munu þó vera hér fyrir hendi.
Ræða Jesú í Mark. 13. er .að nokkrn leyti svar við spurn-
ingu lærisveina lians: „IJvenær mun þetta verða og livert
verður táknið, er þetta alt á fram að koma?“ En áðnr hefir
Jesús talað um musterið, að þar muni ekki verða skilinn
eftir steinn yfir steini. Orð hans í ræðunni lúta því að fyrir-
boðunum fyrir eyðingu Jerúsalemborgar. En jafnframt ræðir
liann um heimsslit og komu manns-sonarins í skýjum með
miklum mætti og dýrð. Og fyrir lærisveinum Jesú her
spámannssýnir hans, er hann sér þetta hvorttveggja, saman við
sjónarhring. Fyrri kafli ræðunnar er um aðdraganda þess-
ara atburða og þá fyrst áminning um það, að lærisveinarnir
láti ekki leiða sig í villu, þ. e. að þeir láti hvorki hræða sig
1) Evsebíus segir frá þvi í kirkjusögu sinni (Hist. eccl. V, 3), að safn-
aðarfólkið kristna i Jerúsalem hafi lagt á flótta, er það sá rómversku sveit-
irnar nálgast, og hlýðnazt með þvi spádómi, sem leiðtogum þeirra hafi verið
birtur.