Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 282
282
að hneyksla smælingja, en ástunda i þess stað að vera síð-
astir allra og þjónar allra? Þættinum lýkur svo með ræðu
Jesú til safnaðarins, er Markúsarefninu sleppir. Þá er mark-
inu náð, sem guðspjallamaðurinn stefnir að með honum.
V. Fimmti þátturinn er 19, 2—26, 1. í honum eru síðustu
ræður Jesú, þar sem höf. guðspjallsins skipar orðum hans
fast niður. Þær lúta að clómi og endurkomu Jesú og eru til
samans þrír kap. (23—25), eins og fyrsta ræðan í guðspjallinu.
Fram að þeim fylgir guðspjallamaðurinn mjög Mark. líkt
og í fjórða þættinum, lætur hæði efni þess og efnisskipun
haldast. I lýsingu Mark. á síðustu för Jesú til Jerúsalem og
starfi hans þar er hvað eftir annað minnzt á þetta hvort-
tveggja, dóminn og endurkomuna. En í Matt. kemur það þó
enn skýrar fram. Guðspjallamaðurinn tekur ekki aðeins
upp dæmisöguna í Mark. um vondu vínyrkjana (Mark. 12,
1—12 Matt. 21, 33—46), heldur hætir inn í Markúsarefnið
tveimur löngum dæmisögum, sem lúta með nokkrum hætti
að dómi eða endurkomu (Matt. 20, 1—16; 22, 1—14). Síðar
kemur liann að öðrum tveimur i líkum anda (Matt. 25, 1—13
og 14—30). Ræðurnar, sem höf. Matt. lætur koma seinast
í þessum þætti, og mjmda eins og fimmta kirkjuskip kenn-
ingar Krists, eru að dálitlum liluta í Mark.; liann tekur upp
þau vers eða þá kafla í því samhengi, sem þau standa í lijá
Markúsi, bætir miklu efni við og verða úr langar samfelldar
ræður. Dómsræðuna gegn fræðimönnunum, sem er aðeins 3
vers í Mark. (12, 38—40), hefir höf. Matt. að kjarna allrar
Þrumuræðunnar í 23. kap., og Endurkomuræðuna í Mark. 12
eykur hann nokkuð með efni úr R (sbr. Matt. 24). Niðurlag
hennar, Mark. 13, 33—37, er loks að einhverju leyti uppi-
staða í Matt. 25, eða, varlegar sagt, a. m. k. tengiliður að þessum
volduga og hátignarfulla kafla. Með lionum lýkur lieildar-
lýsingu höf. Malt. á kenningu Jesú á jarðvistardögum lians,
og er minnst af efninu úr Mark. Guðspjallamaðurinn lætur
ekki staðar numið fyrr en liann hefir bent lesendum sínum
á það, hvernig Jesús dregur tjaldið frá, sem heimana skilur,
og allar kynslóðir veraldar safnast saman frammi fyrir
dómstóli manns-sonarins.
1 niðurlagi guðspjallsins, 26.—28. kap., um pínu Jesú, dauða
og upprisu, þar sem allra hæst verður komizt, þræðir guð-
spjallamaðurinn frásögn Mark. Hann, sem hafði byrjað guð-
spjallið með því að segja frá fæðingu frelsara heimsins, gat
auðvitað ekki látið staðar numið við lýsinguna á dóminum