Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 44
44
ast að miklum mun í Matt. Márk. 6, 7 nn verður að 42 vers-
um í Matt. 10, dæmisögunum þremur í Mark. 4 fjölgar upp
í sjö í Matt. 13, en einni er sleppt. Mark. 9, 33—37, 42—48
verður að 35 versum í Matt. 18, og Endurkomuræðan í Mark.
13 er mjög aukin í Matt. 24, og dæmisögum og lýsingum á
efsta dómi við iiana bætt í Matt. 25. Fjallræðan er felld inn
eins og skýring i sambandi við Mark. 1, 22 = Matt. 7, 29:
„Því að bann kendi þeim eins og sá, er vald bafði, og ekki
eins og' fræðimenn þeirra.“ Ilöf. Matt. breytir ennfremur
stundum þannig efnisskipun Mark., að hún verður óeðli-
legri og sumt getur jafnvel orðið óskiljanlegt. Svo er t. d.
um orð Jesú til líkþráa mannsins í 8, 4: „Gæt þess að segja
það engum,“ því að i 8, 1 er þess getið, að mikill mann-
fjöidi liafi fj'lgt Jesú. I Mark. 1, 44 eru orðin aftur á móti
mjög skiljanleg, því að þar gerist lækningin ekki í augsýn
mannfjölda, lieldur er Jesús á ferð með nokkrum lærisvein-
um sínum.
Höf. Lúk. liefir Markúsarefnið i löngum samfelldum
köflum og slítur það sem sjaldnast sundur. Frásagan um
það, að Nazaretbúar snúast gegn .Tesú, er þó á réttari stað
í Mark. en í Lúk., eins og áður hefir verið sagt.1) Sést það
bezt á Lúk. 4, 23, er Nazaretbúar segja við Jesú: „ Gjör einnig
bér föðurborg þinni alt það, sem vér höfum heyrt að
gjörst liafi i Kapernaum.“ Hefir þá enn ekkert verið sagt
frá störfum Jesú i Kapernaum, sem hann liefir a. m. k. átt
lieima i á annað ár, er liann fór þessa för til Nazaret.2) En
í Mark. liefir um liríð verið sagt frá því, er Jesús gerði í
Kapernaum, áður en liann kom hinzta sinni í ætlborg sina.
Köllun fyrstu lærisveina Jesú er einnig i eðlilegra samhengi
við efnið á undan og eftir i Mark. (og Matt.), en í Lúk. Bæði
i Lúk. (t. d. 7, 34) og Matt. (t. d. 8, 20; 10, 23; 11, 19) nefnir
Jesús sig manns-soninn, áður en hann spyr lærisveina sina,
livern þeir segi hann vera (Mark. 8; Lúk. 9; Matt. 16), en
samkvæmt Mark. virðist liann ekki liafa lálið slík orð falla
um sjálfan sig, áður en bann bar upp þessa spurningu, og er
það réttast frá sögulegu sjónarmiði (orðið „manns-sonurinn“
í Mark. 2, 10, 28 mun liaft í sömu merkingu sem í 3, 28,
þ. e. = maðurinn).
1) Sbr. bls. 24.
2) Kapernaum er nefnd „eigin borg“ Jesú (Matt. 9, 1), þ. e. a. s. liann
átti þar borgararétt, en tii þess aíi eig'nast hann, þurfti liann að bafa dvalið
þar 12 mánuði minnst.