Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 253
253
Matt. er samið seinna en Lúk., en aðeins skömmu síðar,
svo að aldursmunur þeirra getur varta verið meiri en 5 ár.
Sé þvi Lúk. samið á árunum 75—80, eins og leitazt hefir
verið við að rökstyðja,1) þá mun láta nærri, að Matt. sé
saman tekið á árunum 80—85. Enda er ekkert til fyrirstöðu
þeirri skoðun — eins og Streeter segir —- að það hafi getað
orðið til á því tímabili. Og í fullri samhljóðan við það er
skírskotunin til safnaðarins en ekki biskupsvaldsins í 18, 17.
Enn hníga ylri, söguleg rök að því, að guðspjallið sé ekki
seint skrifað. Það virðist hljóta fyrst guðspjallanna almenna
liylli i kristninni og það enda þótt það sé hvorki tengt við
nöfn höfuðpostulanna, Péturs og Páls, né höfuðstöðvar
kristninnar í Róm og Efesus. En liefði það fyrst komið fram
eftir lok 1. aldar, þá myndi gyðinglega stefnan, sem þar
gætir sumstaðar, liafa dregið úr áhrifavaldi þess. Elztu beinu
tilvitnanirnar í Matt. munu vera þær í Didake2) frá því um
100 e. Kr. Þar er vitnað i skírnarorðin og „Faðir vor“ í nákvæm-
lega sömu mynd, sem þau eru í í Matt. (Did. 7, 1; 8, 1 n), og
til orða Jesú: Gefið ekki hundunum hið heilaga (Did. 9, 5
= Matt. 7, 6). Næstar eru tilvitnanir í bréfum Ignatíusar
snemma á 2. öld til Smyrnumanna (1, 1 sbr. Matt. 3, 15; 6, 1
sbr. Matt. 19, 12) og Pólýkarpusar (2, 2 sbr. Matt. 10, 16)).
Siðan verða tilvitnanir í það sifellt algengari. Allt gelur
þetta komið mjög vel heim við það, að guðspjallið sé rilað
á árabilinu 80—85.
Átthagar guðspjallsins og' höfundur.
í nánu sambandi við spurningarnar um aldur guðspjalls-
ins standa spurningarnar um það, hvar ]jað sé samið og livað
vitað verði um höfund þess.
Um átthaga þess ern all-skiptar skoðanir, og miklum
vandkvæðum bundið að komast að öruggri niðurstöðu.
1) Sbr. bls. 196—199.
2) Joh. Weisz litur svo á, að Jóhannesarguðspjall beri vitni um þekkingu
höf. á Matt. (Das Urchristentum, bls. 585), en hann færir engar sönnur á
það. Hinsvegar verður þvi ekki neitað, að sumstaðar cr komizt einkennilega
likt að orði í Matt. og Jóh. (Matt. 3, 14 n sbr. Jóh. 1, 33 n; Matt. 23, 8, 10
sbr. Jóh. 13, 13; Matt. 26, 52 sbr. Jóh. 18, 11). V. H. Stanton (The Gospels as
Historical Documents, bls. 367) o. fl. hyggja, að í bréfi Klemensar rómverska
til Korintumanna 96 e. Ivr. sé óbeinlínis getið um Matt., en almenn er sú
skoðun ekki.