Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 136
136
fyrsta aldarhelming kristninnar, og i þeim anda mótast
krislna erfikenningin þar. Sérstök rækt hefir verið lögð við
minningarnar um lmg .Tesú til Samverja. Andlegt líf í söfn-
uðinum mun liafa verið fjörugt og þróttmikið. Á það bendir
ekki aðeins það, að hann nýtur forstöðu eldheits áhugamanns
og trúarhetju, heldur eru einnig starfandi í söfnuðinum fjór-
ar dætur Filippusar, er spáðu, þ. e. a. s. boðuðu fagnaðar-
erindið með guðinnhlásinni andagift.
Um upphaf Rómasafnaðctr er ókunnugt. Það eitt er vist,
að kristnin herst fljótt til Rómaborgar, enda var hún mið-
stöð allra samgangna um rómverska ríkið bæði á sjó og
landi. Sennilegast er, að menn frá Antíokkíu, aðalborg trú-
boðsins, liafi fvrst flutt kristnina þangað. Hún er boðuð
Gyðingum á undan öðrum í samkundum þeirra, svo sem lítt
var í fleiri borgum og skipast margir þeirra vel við. Smá-
söfnuðir myndast vísast í horginni freniur en einn stór (shr.
Róm. 16). Má ráða skjóta útbreiðslu kristninnar meðal þeirra
af orðum Svetóníusar sagnaritara, er hann segir, að Gvð-
ingar í Róm liafi verið æstir upp til byltingar af Kresti
(Ivristi) og Kládíus rekið þá burt úr borginni. Þetta var
um árið 50. Ekki mörgum árum siðar mun Pétur postuli að
líkindum hafa komið þangað. Hann var á postulafundinum
í Jerúsalem skönnnu fvrir 50, en eftir það hefir hann lagt i
kristnihoðsför og minnist Páll postuli á ferðalög hans (1 Kor.
9, 5). Hann hefir ef til vill verið í Korintuhorg og koma hans
liaft mikil áhrif á safnaðarlífið (1. Kor. 1,12). Þaðan lægi beint
við, að hann færi lengra, er hann vissi um stóran Gyðinga-
söfnuð í liöfuðhorg heimsins, ekki sízt hafi söfnuðurinn sér-
staklega verið tengdur söfnuðinum í Antiokkiu. Mvndi þá
þessi koma Péturs lil Róm vera undirrótin að skoðun ka-
þólsku kirkjunnar, að Pétur hefði stofnað söfnuðinn þar og
veitt honum forstöðu í 25 ár, en ella svifi hún algerlega i
lausu lofti. Þó liefir Pétur ekki verið mjög lengi í Róm að
þessu sinni, þvi að Páll postuli getur hans hvergi, er liann
skrifar Rómverjabréfið árið 56. Hann er ekki heldur nefndur í
Post., þegar Páll kemur til Róm árið 61, né í bréfum þeim,
sem Páll ritar þaðan úr varðlialdsvist sinni 61—63. Á þess-
um árum hefir kristnuðum heiðingjum fjölgað mjög i Róma-
söfnuðinum, og eru þeir auðsjáanlega í miklum meiri hluta,
þegar Rómverjahréfið er skrifað. Áhrif Páls á söfnnðinn
liafa farið mjög vaxandi við.vern lians í Róm og þá tekið
að gæta minna í bili stefnu Péturs, sem var miklu nær gx'ð-