Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 166
166
rifið þannig niður, að ekki slandi steinn yfir steini. í öðru
lagi er þá of seint fvrir lærisveinana að flýja til fjallanna,
er eyðingin er dunin yfir. I þriðja lagi sést, að Markús lætur
svara til hvorugkynsorðsins fióÉluyfia (ÉQ}]uo)oæjg) karlkyns-
mynd ó lduttaksorðinu á eftir, „standandi“ „Éoxr\KÖxa,“ en ekki
hvorugk. „Iotó?“, eins og höf. Matt. ritar. Markús gerir ráð
fyrir því, að „viðurstygð eyðingarinnar" hirtist í musterinu.
Hann hefir musterið í liuga eins og það stendur enn á Zíon-
fjalli, og þar af leiðandi getur guðspjall hans ekki verið samið
seinna en árið 70. Það er síðara tímatakmarkið, sem samn-
ing þess verður að miðast við. Guðspjallið er skrifað ein-
livern tíma á árabilinu 67—70.
Með nokkrum líkindum má fara enn nær um þetta. „Viður-
stygð eyðingarinnar“ mun í augum Markúsar vera karl-
kennd vera, nýr Antíolckus Epífanes, aðeins miklu voldugri
og ógurlegri, sem mælir gífurgrði, ofsækir lýð Guðs og rís
gegn Guði sjálfum. Markús er í þessum efnum sömu skoð-
unar og Páll postuli, lærifaðir lians, er liann ritar Þessalon-
íkumönnum (II, 2, 3 n): „Elcki kemur liann (þ. e. Kristur),
nema fráhvarfið komi fyrst og maður syndarinnar birtist,
glötunarsonurinn, hann sem setur sig á móti og rís gegn öllu
því, sem kallast Guð eða helgur dómur, svo að hann sezt í
Guðs musteri og kemur fram eins og liann væri Guð1*.1) En
skoðanir sínar hyggir Páll einnig vafalaust á spádómsorðum
Krists. Hvað væri nú eðlilegra en það, að „viðurstggð egð-
ingarinnar“ — „sonur sgndarinnar“ væri í huga Markúsar
höfuðf jandmaður kristinna manna, sá er þeim hafði mest illt
gert — Neró keisari? Myndi hann ekki, er hersveitir hans
liefðu sigrað á Gyðingalandi, fara likt að, eins og Caligula
liafði ætlað sér áður, og setja myndastyttu af sér i musterið
og saurga það viðbjóðslega. Hafi þessu verið þannig varið,
sem hér skal þó engan veginn fullyrt — þá liefir Neró verið
enn á lífi, er guðspjaliið var samið. En hann deyr 68 (ókunn-
ugt um mánaðardag). Réttasl mun þvi að telja sanmingu
guðspjallsins sem næst fyrra tímatakmarkinu, líklega þegar
síðari liluta ársins 67, þar sem dauði höfuðpersónanna heggja
hefir verið Markúsi máttug hvöt til þess að setja það saman.
Til hins sama kann það að benda, að niðurlag guðspjallsins
vantar. Sumir fræðimenn ætla, áð það stafi af því, að Mark-
1) Sbr. ennfremur kenninguna um andkristinn i 1. Jóh. 2, 18, 22; 4, 3;
2. Jóh. 7.