Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 174
174
Jesú liafa þróazt og mótazt í Rómasöfnuðinum, m. a. við
áhrifin af starfi Péturs og prédikun. Það er eflaust ofmælt, að
hann liafi ritað „allt það, sem hann jnundi af því, sem Kristur
hafði sagt og gert“, heldur hefir liann valið úr minningaarfin-
um það, er honum fannst mest til um, og miðað við markið,
sem hann liafði fyrir augum, og' þarfir lesenda eða lieyrenda
guðspjallsins. En rit lians skvldi nota líkt og orðasöfnin
áður og önnur kristileg smárit, lesa það upp á safnaðar-
samkomunum og styðjast við það i trúboðsstarfinu.
Þeir vísindamenn, sem hafa leitazt við að greiða sundur
heimildirnar að Mark., hafa komizt að allmisjöfnum niður-
stöðum.1)
H. von Soden heldur því fram,2) að efniskaflinn 1, 14—4,
34 muni mestmegnis eftir Pétri postula, en þrjár sögurnar
næstu, 4, 35—5, 43, um Jesú í storminum, læknað brjálæði
og dóttur Jaírusar og blóðfallssjúku konuna séu úr annari
heimild. Rök hans fyrir þessari skoðun eru þau, að mun-
urinn á framsetningu sé svo mikill i þessum köflum. Fyrri
frásögurnar séu mjög fáorðar og gagnorðar, en hinar síð-
ari miklu fyllri og í þeim langar lýsingar. Hvorttveggja kem-
ur einnig fram, að dómi von Sodens, í seinni hluta guð-
spjallsins, og greinir liann efnið sundur eftir þvi í tvennt.
Annarsvegar er Pétursheimildin, þ. e. a. s. allt, sem Markús
skrifar eftir Pétri, liinsvegar sérheimild guðspjallamanns-
ins, er hann fellir við hina fyrrnefndu. Enginn efi er á því,
að þessi munur kemur fram i guðspjallinu, en hann stafar
vísast ekki af þvi, sem von Soden hyggur, heldur bregður
kenningin um myndunarsögu guðspjallanna á liann réttu
ljósi. Hér er um tvo þætti erfikenningarinnar að ræða, sem
mótast hvor um sig að sínum sérstöku lögum. „Dæmanna“
gætir einkum í 1, 14—4, 34, en sögurnar í 4, 35—5, 43 eru
allar kraftaverkasögur. Síðar í guðspjallinu má einnig rekja
þessa þætti sundur.
E. Wendling3) heitir að ýmsu sömu rannsóknaraðferð og von
Soden og er honum að nokkru samferða í skoðunum, en
liann ályktar, að Mark. sé þríþætt. Fyrsti þátturinn sé frá-
sögn Markúsar eftir kenningu Péturs. Hann er þáttur sögu-
mannsins. Annar er þáttur skáldsins. Og liinn þriðji þáttur
guðfræðingsins, þ. e. guðspjallamannsins sjálfs. En hæpið
1) Sbr. neðanmálsgrein á bls. 117 um Eduard Meyer.
2) Sbr. Urchristl. Lit-Geschichte, bls. 77 nn.
3 Ur-Marcus. 1905. Bls. 3 nn.