Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 267
267
hann án þess að gera hanum minnstu skil. Þá er eklci um
annað að ræða en að höf. Malt. sæki þetta efni til sérheim-
ildar sinnar, munnlegrar eða skriftegrar erfikenningar.
c. Kaflinn um réttlæti Faríseanna og æðra réttlæti Guðs-
ríkis (6, 1—8, 16—18) er í nánu sambandi við orð Jesú um
lögmálið og tekur eðlilega við af þeim. Yfirskriftin yfir
livorumtveggja er 5, 20: „Ef réttlæti yðar tekur ekki langt
fram réttlæti fræðimannanna og Faríseanna, komist þér
alls ekki inn í liimnaríki“. Hvort erfikenning munnleg eða
skrifleg hefir tengt þessa kafla saman, ellegar guðspjalla-
maðurinn sjálfur, verður ekki sagt með vissu. En þeir eru
báðir i sama anda, og jafn óhugsandi, að guðspjallamaður-
inn liafi ritað hinn síðari og' hinn fyrri frá eigin brjósti. Kafl-
inn er föst lieild, sömu setningarnar þríteknar eins og stef
í ljóði, um ölmusu, hæn og' föstu. En á þetta þrennt er
mikil áherzla lögð í Lúk., svo að óskiljanlegt væri, að Lúkas
sieppti þessum kafla, ef liann hefði liaft liann fyrir framan
sig. Með öðrum orðum, kaflinn hefir ekki staðið i R. Hann
er runninn frá sérheimild Matt. munnlegri eða skriflegri.
3. Frásagan um lækningar ýmsra sjúkdáma í 9, 27—35 mun
tekin saman af guðspjallamanninum. Einkum er það hert
um niðurlagið, eins og ýmsar fleiri yfirlits málsgreinar i
guðspjallinu og orð um það, að spádómar Gamla testam.
hafi rætzt. En mjög sterk rök eru fyrir því, að hann liafi
tekið söguna um lækningu tveggja blindra manna úr skrif-
legri heimild. Hún kemur tvisvar fyrir í guðspjallinu, i síð-
ara skiptið að vísu i nokkuð hreyttri mvnd, sbr. 20, 30—34,
en þó ekki svo, að vísindamönnum dyljist, að um sömu sögu
sé að ræða. Á seinni staðnum er sagan tekin úr Mark., eflir
samhenginu að dæma, og þá á hinum fyrri úr annari heimild.
En þannig er yfirleitt eðlilegast að skjTa tvítekningar, að
þær séu runnar frá tveimur lieimildum, og er almanna-
dómur vísindamanna á þá leið.
4. Orð Jesú í 11, 28—30: „Komið til mín“ o. s. frv. munu
vera úr sérheimild Matt. munnlegri eða skriflegri. Skoðun
sumra fræðimanna, að þau séu aðeins endurómar frá Jes.
6, 16 og Sír. 51, 23 nn og samin af guðspjallamanninum, er
á ótryggum rökum reist. Það að þau vantar i Lúk. sannar í
hæsta lagi það, að þau hafi ekki staðið í R. Þau endurspegla
aldarháttinn á Gyðingalandi á dögum Jesú — eru sögð gegn
fræðimönnunum og Faríseunum, sem binda þungar byrðar
og lítt bærar og leggja mönnum á herðar, en ok Jesú er